föstudagur, janúar 18, 2013

1022. færsla. Pistill

Ég er að hugsa um að fara að tala alltaf um bloggfærslurnar sem pistla. Það er svo virðulegt eitthvað. Spurning hvort ég ætti líka að nota það sem sögn, að pistla. Ég pistlaði nú ekki mikið á meðan ég var á Íslandi. Tjehh.

Einar liggur dottandi á sófanum og sagði rétt í þessu upp úr eins manns hljóði: "Þú skrifar svo margt, gagnlegt og, hvað ertu að skrifa?" Ég svaraði ekki af því að mér fannst fyndnara að skrifa þetta bara hér.

Síðustu daga hefur alltaf verið aðeins heitara á Íslandi heldur en hér. Hálfgert svindl (e. swindle). Núna er t.d. 1°C hér en "feels like" -3°C. En fyrstu dagana eftir að við komum frá Íslandi var sko heitt hérna, svona 10-15 stig. Og bara sól og blíða, allavega suma dagana.

Ég setti mér áramótaheit. Að blogga meira. Langaði sko ekkert að setja mér eitthvað göfugra markmið en það (eins og að léttast, hahaha). Langaði bara að setja mér skemmtilegt heit. Mér finnst skemmtlegt að blogga. En ekki síst er ég nú að gera þetta fyrir ykkur, lesendur mínir, sem unnvörpum lýsið aðdáun ykkar á blogginu. Ég bíð líka enn þá eftir frægð, frama (og fé) sem ég held að bloggið (afsakið: pistlasafn) mitt hljóti að fara að færa mér hvað úr hverju. Ég meina... hvað er ég búin að blogga lengi? Nú hlýtur að fara að koma að þessu.

En svo hef ég bara ekkert bloggað. Maður fer að spyrja sig: "Er mér fyrirmunað að standa við nokkur markmið sem ég set mér?" Í alvörunni sko.

En (rosalega margar málsgreinar sem byrja á "en" í þessari færslu, pistli) nú erum við komin aftur til Philly. Eftir langt en stutt stopp á Íslandi. Ótrúlega gaman að koma til Ísland og hitta marga og B O R Ð A. Svolítið lýjandi, að vera á þeytingi, en það gekk furðu vel. Svo var voða ljúft að koma aftur heim, sem er góð tilfinning. Sérstklega þegar maður veit að maður á góðar byrgðar af íslenskum lakkrís í poka.

Ferðalagið gekk vel. Svona fyrir utan það að lakkrístaskan skilaði sér ekki til okkar úr fluginu svo að við þurftum að tilkynna týnda tösku. Það tók andsk. tímann sinn. Stundum finnst mér afgreiðsla alveg ótrúlega hæg hérna. Mér finnst eins og fólk taki sér alveg extra langan tíma í allt ef það er mikið að gera. Svona t.d. að spjalla við vinnufélagana og svona á meðan það er að afgreiða. Það getur þó verið að hér sé mitt óþólinmóða innra sjálf að tala. En þessi hæga afgreiðsla varð þess svo valdandi að við misstum af rútunni sem við ætluðum að taka frá NY til Philly. Það reddaðist þó, Einar vakti Gylfa til að biðja hann um að kaupa miða í næstu rútu (síðustu rútu kvöldsins) til þess að við myndum allavega vera örugg í hana. Svo hengum við á lestastöðinni og biðum, foreldrarnir (allavega ég) glærir úr þreytu enda komin mið nótt að Íslenskum tíma, en barnið hresst að vanda. Sá litli nýtti tímann á lestarstöðinni í að dansa og mingla við götuspilarana þarna.

Svo gengur lífið sinn vanagang. Skóli hjá Einari. Leikur, húsverk og Sesamy street hjá okkur hinum. Barnið er það sætasta í heiminum, kalt mat. Nema þegar hann ákveður að vera í stuði um nætur og varna mér svefni. Ég get verið án þess að hafa lítið skrímsli klifrandi á andlitinu á mér tímunum saman (þegar maður ætlar að vera svo ofsalega góður við barnið og sjálfan sig að taka það upp í í þeirri von að þá sofni það eins og steinn). En núna sefur hann ósköp vært í kerrunni með pelann sinn í höndinni - sem síðustu daga hefur verið nauðsynlegt. Annars æpir hann "mjokkía", það er árnlenska yfir "mjólk".

11 ummæli:

Alma sagði...

Mér finnst miklu göfugra áramótaheit hjá þér að blogga en að léttast (stórt bö á það, þú ert falleg eins og þú ert).

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að ferðast með lítil börn sem manni á óvart. En hvernig fór með lakkrístöskua? Komst hún til skila?

Nafnlaus sagði...

Setti mig nafnlausa af því annars hefði nafn kallsins komið upp. Þetta er víst hún Perla litla :)

Solla sagði...

Mikið kannast ég við þessa sjálfsblekkingu þegar maður tekur krúttin uppí til sín og heldur að nú verði sofið vel og lengi og það verði svaka kósý að kúra saman...

Regnhlif sagði...

haha, takk Alma:) Enda fannst mér alveg rosalega fyndið að kalla það að léttast göfugt markmið:)

Perla, það er alltaf pínu spennó þegar koma svona nafnlaus komment, þá er maður bara "hver er þetta". Ég hefði samt orðið hissa ef Pete færi allt í einu að kommenta hérna. En lakkrístaskan skilaði sér heim að dyrum nokkrum dögum seinna:)

Solla, þetta er svo ósanngjarnt.

ella sagði...

Jaaaá nú man ég! Var að reyna að muna áramótaheitið mitt um daginn. Ætti kannski að reyna að fara að standa við það og setja inn svona eins og eina færslu? Smá ábending: Ísland er EKKI sama sem höfuðborgarsvæðið.

ella sagði...

Og já, ég vil gjarnan léttast en það varðar ekki útlit heldur heilsu. Það ætti náttúrulega að vera það sem ræður umræðunni þegar maður hugsar málið.

Regnhlif sagði...

Ertu að meina út af því að ég sagði að það væri heitara á Íslandi en hér?:) Það er alveg rétt, það var örugglega kaldara einhvers staðar annars staðar en í Reykjavík.

ella sagði...

:) Ég fussa studum yfir því þegar settar eru fram fullyrðingar eins og til dæmis; Það er alltaf rigning á Íslandi, Það er svo vond lykt af heita vatninu á Íslandi, Það er svo tillitslaus umferðin á Íslandi. Þetta eru bara fáin dæmi um algenga framsetningu á einhverju sem getur frekar staðist stundum á suðvesturhorninu en til dæmis á norðurlandinu þar sem ég þekki betur til.

ella sagði...

Bæti hér með við einu n og einu e

Fríða sagði...

Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegur pistill. Myndi vilja að fólk efndi nú áramótaheitin sín. Sum allavega. Og öll sem viðkoma því að blogga meira.