fimmtudagur, febrúar 07, 2013

1023. Þreytt kona bakar ekki brauð

Ég stend frammi fyrir virkilega erfiðri ákvörðun. Hvort ég eigi að leggja mig með Árna Gunnari eða hvort ég eigi að nýta tímann á meðann hann sefur. Mjög erfitt. Mig langar að gera eitthvað en samt er ég svo geðstirð og þreytt eitthvað. Svo líklega ætti ég að leggja mig, en ég nenni því samt ekki. Djöfulli finnst mér brauð vont hérna. Svo sætt eitthvað. Ég held ég verði að fara að baka brauð. Mér finnst bara brauðin sem ég baka aldrei verða góð, svo hörð eitthvað. Skil ettekki. Mér finnst mjög fyndið að skoða bökunarvörurnar hérna. Mér finnst frekar lítið úrval. Ekki rúgmjöl, spelt, kartöflumjöl, hveitiklíð ... bara svona þetta mest beisikk. Hins vegar eru tugir af svona betty crocker dæmi, brauð, kökur, kex allskonar svona tilbúið mix. Ég er að spá hvort ég ætti að prófa eitt af þessum tilbúnu brauðmixum. Mér finnst bara að ef ég ætla á annað borð að baka þá eigi það að vera from scratch. En kannski er það þess virði að prófa ef það skyldi koma gott brauð út úr þessu. Kannski væri samt skárra að rista brauðið. Ef maður ætti ristavél.

Ég er að verða grasekkja. Einar er að fara á ráðstefnu í Arisóna. Rónar og dónar í Arisóna. Það er jafnlangt flug þangað og til Íslands. Finnst pínu skrítin tilhugsun að vera svona ein hérna á meðan, þið vitið, að geta ekki hringt í einhvern til að hjálpa mér aðeins með ÁG ef þúst annað okkar skyldi veikjast eða eitthvað. En ég þekki nú samt alveg fólk hérna ef upp kæmi eitthvað neyðarástand.

Við ÁG erum annars búin að vera í einangrun í nokkra daga. Hann fékk smá hita á mánudag-þriðjudag, var með smá kommur í gær líka, en ég held og vona að hann sé orðinn alveg hitalaus núna. Hann var nú ekki mikið veikur en ég ákvað að taka þessu af fullri alvöru til þess að gera það sem ég gæti til þess að hann yrði búinn að ná sér áður en Einar færi. En djöfulli er leiðinlegt að hanga svona heima, þó að það sé ekki nema í örfáa daga. Ég hef svo sem aðeins kíkt út úr húsi eftir að Einar kemur heim á daginn.

Ég held ég sé búin að taka ákvörðun um að leggja mig bara. Bless.

2 ummæli:

ella sagði...

Sofðu vært - við hvert tækifæri.

Nafnlaus sagði...

Jeij, færsla!:) Nei, meina pistill