miðvikudagur, janúar 11, 2017

1049.færsla. Píta.

Eitt það besta við að hafa pítu í kvöldmatinn er að þá getur maður (oft) fengið sér pítuafganga í hádegismatinn næsta dag. Það er hins vegar verra þegar maður er búinn að rista brauðið, hita kjötið, raða öllu í pítuna, setjast niður og opna munninn - og þá, auðvitað þá - heyrist væl í barninu (/börnunum ef maður er tvíburamamma) sem eru sofandi í kerrunni inni í stofu. Þá er maður allt í einu að reyna að borða pítu, með sósu út á kinn,á ferð á meðan maður keyrir tvíburakerruna með olnbogunum um stofuna. Hafið þið reynt að borða pítu á meðan þið keyrið tvíburakerru um stofuna með olnbogunum? Ég skal segja ykkur það að það er ekki hægt. Jú, kannski ef maður yfirfyllir ekki pítuna ... en af hverju ætti maður að setja lítið í pítuna?? Það væri nú bara skrítið.

1 ummæli:

Nanna sagði...

:D :D