sunnudagur, október 14, 2007

685.færsla. frústr

Ég er þreytt. Og ég er þunn. Aldrei þessu vant.
Mér var boðið á Megas í höllinni í gær. Mj. Gaman
Mig langar í nammi og gos. Ég er ekki búin að vera dugleg í mataræðinu í átakinu núna.
Ég vil ekki fá góð ráð varðandi átak. Ég tek mitt átak nákvæmlega eins og mér sýnist. Sumum hentar vel að gera hitt og þetta, sleppa því að borða hitt eða þetta o.s.frv, en það er ekki víst að það henti mér, þó það henti þér. Í augnablikinu hentar mér að mæta 3-4 sinnum í ræktina í viku. Borða svolítið hollara og reyna að forðast nammi og gos (en ekkert fanatískt) og léttast hægt og rólega. Það er líka miklu hollara fyrir líkamann að léttast hægt. Fólk sem léttist hratt finnst mér oft líta illa út fyrst. Svo eftir kannski tvo mánuði finnst mér það líta voða vel út, þá er eins og líkaminn sé búinn að jafna sig.

Það er frústrerandi að eiga að vera að vinna í M.A.-ritgerð en geta ekki einbeitt sér út af öðrum verkefnum. Það er frústrerandi að eiga engan pening. Og þá er ég ekki að tala um engan pening eins og sumir kalla það að eiga næstum því engan pening, heldur að eiga í alvörunni engan pening (þ.e.a.s. vera í góðum mínus á reikningnum) og fá hvorki námslán né regluleg laun. Það er frústrerandi.

3 ummæli:

Fríða sagði...

það er svo misjafnt hvað virkar. Það sem er að virka hjá mér er að nota stafræna eldhúsvigt til að vigta allan mat og drykk sem ofan í mig fer og skrifa það niður. Og reikna svo hitaeiningar, en það skiptir minna máli, því bara það að skrifa hvað maður borðar veitir rosalega mikið aðhald, og gefur í rauninni líka mjög skemmtilegar upplýsingar. Ég trúi ekki á svona light eitthvað og held að fólk ætli að sleppa of auðveldlega með því t.d. að borða fitulítinn mat, þá verður maður bara ennþá svengri fyrir vikið.

En ég allavega þykist vera búin að komast að því að konur af minni stærð á mínum aldri þurfi svona 1800 hitaeiningar á dag ef þær hreyfa sig lítið. Og klukkutíma hlaup brennir 700 hitaeiningum. Þannig að ef ég passa að hafa þetta alltaf svolítið lægra en 1800, þ.e. það sem ég innbyrði mínus það sem ég brenni á hlaupunum, þá kemur (fer) þetta hægt og bítandi. Ja, eða hratt núna í mínu tilfelli, en ég á það til að vera svolítið óþolinmóð.

Þegar maður er búinn að vigta matinn í nokkra daga kemst maður líka upp á lag með að vita svona nokkurnveginn hvað maður er að borða þegar maður er að heiman. Já, og svo er um að gera að svindla ekkert á þessu.

hmmm... ég held ég sé að endurtaka bloggið mitt þessa dagana. En hey, ég er búin að léttast um 19 kíló á tæplega tveimur árum.

Fríða sagði...

vúpps, þetta virkar eins og góð ráð, en ég er bara að segja hvað ég var að gera :) Ekki hlusta á mig

Regnhlif sagði...

Já, gaman að heyra hvernig þú gerir þetta og hvernig þetta gengur. Frábær árangur hjá þér!