miðvikudagur, mars 05, 2008

749.færsla. hlaup

Jæja. Nú er ég búin að skrá mig í lífshlaupið. Gæti trúað að það virki sem nógu mikil hvatning til að fá mig til þess að hreyfa á mér rassgatið. Byrja á því að fara í afró í kvöld. Það verður samt örugglega erfitt. Það er svo langt síðan ég hef farið (sko, kennararnir voru í afríku, þar á undan voru jólin og leti/stresstímabil í desember þar sem ég hreyfði mig lítið... þannig að 3 mánuðir, nánast engin hreyfing)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Getum líka farið í megrunarkeppni ( er að reyna að höfða til keppnisskapsins)... getum birt í hverri viku árangurinn (ATH engar tölur, bara upp eða niður um xkg) og sá sem vinnur fær einhverja fyrirfram ákveðna umbun. Held að þetta myndi alveg virka á fröken. Bjórþambs/Actionary,boðhlaups champion ;)

Regnhlif sagði...

Já:) Hehe. Vandamálið er bara það að mér finnst ég ekki hafa tíma í einhverja svaka megrun. Þá þarf maður alltaf að vera að hugsa um hvað maður lætur ofan í sig, og vera að kaupa grænmeti, og smyrja hollt nesti og mæta rosa mikið í ræktina. En ok. It's on. Vigtun í afró í kvöld (eða ef þú kemur ekki þá getur þú miðað við það sem var í fyrstu vigtun á námskeiðinu þínu) og svo tilkynningarskylda á mánudögum? Allir sem vilja vera með eru velkomnir!

Ásta & allir sagði...

hehehe já svei mér þá því ekki. Kannski hjálpar tilkynningaskylda?

Samviskan mín er þó ekki hrein eftir heimabakstur af lúxusmöffins en annars þykist ég ætla verða jafn dugleg og í byrjun árs. Sammála því að koma því illmögulega inn í prógrammið að búa til nesti og komast í sprikl en það er vel hægt... (elda of mikið af hollustu og taka afgangin í dollum í vinnuna/skólann (já ekki gera grín að dollu-lagernum mínum)

Skammarlegt að danir hafa ekki skellt afró inn í ræktina ennþá fuss.

Nafnlaus sagði...

Úff, maginn á mér tekur kollsteypur af því að lesa orð eins og megrunarkeppni. En ég er tæpast marktæk ...

Í guðanna bænum Hlíf láttu samt líf þitt fyrst og fremst snúast um eitthvað annað en þyngd og mat og útlit.

Ef þú ferð einu skrefi of langt gæti það tekið þig ævina að komast til baka.

Ég veit ég er obboslega dramatísk en þú manst kannski af hverju.

Annars góða skemmtun í Afró og sorry dramað. Vildi samt kommenta.dr

Regnhlif sagði...

Já, ég veit. Ég er líka alfarið á móti öfgum í megrun og fanatík í sambandi við heilsu. En ég þarf að hreyfa mig meira, það er ekki spurning. Og ég þarf helst að léttast aðeins:)En já, þetta er hættulegt, ég veit. Við Aubba þurfum samt alveg á smá aðhaldi að halda, held ég, og við getum kannski veitt hvor annarri smá aðhald án þess að það fari út í einhverjar öfgar.

Nafnlaus sagði...

Ég held það sé engin hætta á við Hlíbba förum með þetta út í öfgar :)

it's on ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta snýst allt um jafnvægi á milli næringar og hreyfingar er það ekki? Ég er hreint ekki í því jafnvægi:-(

Regnhlif sagði...

Já ekki ég heldur. Mun meira af öðru en hinu hjá mér sko. Þarf að koma þessu í meira jafnvægi