miðvikudagur, mars 12, 2008

755. færsla.

Áðan var ég að býsnast yfir því að það væru ekki skápar á þjóðó. Svobara "bíddu, það eru skápar á þjóðó".
Svo ég leigði mér skáp. En ég var heppin því það voru bara tveir eftir. Frábært, þá get ég bara geymt bækurnar hér. Ég læri hvort eð er aldrei heima. Og þarf ekki að bera þungar byrðar þegar ég lalla hingað.

Mér líður rosa vel á hlöðunni. Það vantar bara nokkra hluti til að þetta yrði fullkomið:
a) að mega drekka kaffi á lesborðunum
b) aðstaða til að leggja sig
c) aðeins betri kaffistofu/nestishorn

Oh. Mig vantar svo b) núna. Samkvæmt auglýsingum ætti að duga að leggja sig bara í korter...

zzz

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit hvað þjóðó er. Vissi það samt aldrei. En komst að því á háskólakynningu um daginn. Núna skil ég bloggið þitt miklu betur.

Regnhlif sagði...

hahaha

Ég veit samt ekki hvort margir nota styttinguna "þjóðó" eins og ég.