fimmtudagur, mars 13, 2008

757.færsla. týndi dagurinn

Í dag er ég eirðarlaus og einbeitingarlaus.
Kannski er það vegna þess að ég vaknaði á vitlausum degi. Ég hélt það væri miðvikudagur. Og gleymdi þess vegna að mæta í vinnuna. En ég mæti bara í staðinn á morgun.

Mig langaði ósköp mikið að læra heima í dag en af fenginni reynslu vissi ég að það væri ekki góð hugmynd. Þar að auki lágu bækurnar og greinarnar sem ég þurfti í nýfengnum skáp á þjóðó. En hingað til hef ég ekki gert neitt meira en ef ég væri heima, þ.e.a.s. ekkert.

Tilgangslaust blogg sem endurspeglar drifkraft höfundarins í augnablikinu.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey bjallaðu á mig ef að þig langar að gera ekkert með mér í kvöld!

Afró í gær var frekar skemmtilegt, það voru fáir og við vorum aftur að gera sama dansinn og síðast. Ég næ ekki ennþá síðasta hringnum :)

Annars eru hugmyndir fyrir kvöldið:
a) kaffihús
b) vídjógláp
c) á ómálaða striga og akrílliti sem má nota í eitthvað skemmtilegt.

Tek vel í aðrar uppástungur líka (langt síðan við höfum spilað scrabble!)

Regnhlif sagði...

ég er til.
Finnst þetta allt hljóma vel, nema videogláp. Geri of mikið af því að horfa á sjónvarp.

(finnst í augnablikinu strigi og scrabble mest heillandi, en við Edda Á vorum líka eitthvað að ræða kaffihús um daginn)

Nafnlaus sagði...

Skil þetta með að vakna á vitlausum degi. Ég er ekki í skólanum á mánudögum (nema stundum í verkefnatímum í forna málinu sem ég á mjög erfitt með að koma mér í)svo ég vakna sífellt á vitlausum degi. Á þriðjudögum finnst mér vera mánudagur af því að ég fer fyrst þá í skólann og svo koll af kolli.

Þess vegna er mjög erfitt að muna eftir tímum hjá læknum, hvenær Hrund er búin í skólanum og hvað ég ætlaði eiginlega að gera þennan og þennan daginn.

Nafnlaus sagði...

Stundum fæ ég þessa tilfinningu á miðjum degi. Ha? Hvaða dagur er annars í dag? Átti ég nokkuð að vera í vinnunni?

Nafnlaus sagði...

Ég hefði átt að spila með ykkur lengur, ég svaf yfir mig í morgun hvort eð er !

Nafnlaus sagði...

Til hamingju

Regnhlif sagði...

Með hvað?

Regnhlif sagði...

Já, döhh.

Til hamingju sömuleiðis, góð frammistaða