759.færsla. Sumir dagar
Sumir dagar fara ekki eins og maður ætlaði.
Plan:
9-13 vinna
13-13.30 borða
13.45-19.00 læra
19.30-20.30 afró
21.00 samviskubitslaust afslappelsi
Svona fór þetta:
9.15-13.15 vinna
13.15-ca.14.00 borða
14.00-15.30 Sækja bíl, Krónan og Orkan
15.30-15.45 Ganga frá mat
15.50 Fara á Hlöðu
16.05 Fatta að ég þarf að fara í apótek í Kópavogi í dag, lokað næstu daga
16.05-16.30 Klára nokkur erindi á netinu
16.30-17.50 Apótek
17.51 Fatta að ég þarf að fara í ríkið, lokað næstu daga
17.52-17.20 Ríkið
17.40 Þjóðó
17.42-17.53 Blogg.
Sem sagt. Ég næ klukkutíma og 10 mín. í lærdóm þangað til ég þarf að fara í afró. Og það er ekki eins og ég hafi eitthvað verið að slæpast. Þetta voru hlutir sem þurfti nauðsynlega að gera (nema náttúrulega ríkið... kannski ekki bráð nauðsyn, en þið vitið).
Það versta er að allir dagar virðast vera "sumir dagar" þessa dagana.
3 ummæli:
Ég tel nokkuð öruggt að tíminn milli 17:40 og 17:42 hafi farið í að læra með hraða ljóssins. En hvað gerðist frá 17:20 til 17:40?
Láttu mig þekkja svona daga. Verst að stundum finnst mér flestir dagar vera svona.
Það er villa í þessu hjá mér (talnablindan). Skvo tvær mínútur á þjóðó þær fara bara í það að finna sér sæti, taka upp bækur og svoleiðis.
20 mínúturnar fóru í að keyra frá ríkinu í kóp upp á þjóðó
Skrifa ummæli