miðvikudagur, mars 26, 2008

760.færsla. brjáluð

Ég er brjáluð. Var á feisbúkk. Allt í einu minnkaði fjöldi vina um einn. Það hefur einhver hætta að vera vinur minn. ÓMG. SKILURÐU. Og ég sé ekkert hver þetta var. Þúst hver bara hættir að vera vinur minn? Ég skal sko finna hann í fjöru ef ég rekst á hann úti á götu, eða í fjöru.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég eyddi einum sinni vinkonu þarna. Hún var aaaltaf að senda svona, svona sem ég man ekki hvað heitir. En svona þar sem er spurt hvort maður vilji ekki adda þessu hjá sér. En hvernig veistu að fjöldinn minnakði um einn? Þú kannski mannst bara hversu marga vini þú átt þarna?

Nafnlaus sagði...

Vara sig á fjöruferðum!

Regnhlif sagði...

já,ég hafði einhverrra hluta vegna einmitt verið að pæla "117... vá":) og svo voru þeir allt í einu orðnir 116. ég er brjáluð:)

Regnhlif sagði...

já,ég hafði einhverrra hluta vegna einmitt verið að pæla "117... vá":) og svo voru þeir allt í einu orðnir 116. ég er brjáluð:)

Nafnlaus sagði...

Vá, svona mikið brjáluð?

María Margrét sagði...

ohh ég þoli svoleiðis fólk sem ákveður bara að hætta á feisbúkk og tekur ekkert tillit til þess að maður er að reyna að safna upp í ákveðinn fjölda hehe :)

Nafnlaus sagði...

Kannski var það bara einhver eins og ég, ef ekki bara ég, sem veit ekkert um hvað þetta facebook dæmi snýst. Hafði loks þolinmæði til að skoða þetta e-ð í gær og sá að ég hafði verið að adda og senda e-ð sem ég hafði ekki hugmynd um að ég væri að gera. Ég gæti allt eins hafa eytt fólki...

Regnhlif sagði...

haha Hanna. Ef þetta varst þú þá skal ég lofa að finna þig ekki í fjöru, né vera brjáluð út í þig.