765.færsla. Síðasti klukkutíminn.
Væri ekki Þjóðarbókhlaðan svipur hjá sjón ef gamli karlinn sem talar alltaf við sjálfan sig væri ekki hérna? Ég held svei mér þá að hann sé hérna frá morgni til kvölds, sífellt grúskandi. Ég varð óvenju mikið vör við það hvað hann talar mikið við sjálfan sig þegar ég sat og borðaði kvöldmat í nestishorninu áðan. Við vorum bara tvö þarna svo ég heyrði vel í honum.
Þegar ég stóð upp að henda ruslinu heyrðist mér hann ávarpa mig. En það er ekki auðvelt að vita hvort hann er að ávarpa einhvern annan en sjálfan sig ... svo ég brosti bara. Þá kom í ljós að hann hafði vissulega verið að ávarpa mig:
„ Er ekki opið? „ Segir hann mjög hátt
Ég: „Haa?“ þar sem ég horfði á hann sitjandi á fyrir innan bandið sem aðskilur lokaða kaffistofuna frá nestishorninu
Hann: „ Er ekki gaman?“
Ég brosi aftur „Jú, rosa gaman“
Hann: „Það er líf og fjör, nóg af fólki- þetta er Háskólabókasafn“.
Ég kími og segji „Einmitt, nema kannski svona á kvöldin“ (enda orðið vægast sagt tómlegt hér)
En hann beið ekki eftir svari heldur gólaði um leið og ég sagði „nema á kvöldin“:
„sérstaklega svona á kvöldin!“
:) Æ. Snillingur
14 ummæli:
Komstu að því á hvaða sviði hann er að grúska. Mér finnst það afar forvitnilegt.
Sko, ef ég man rétt þá er hann held ég læknir.
Einu sinni heyrði ég hann á tali við annan mann og hann sagði eitthvað eins og "þegar ég var að byrja að safna þessu þá var nóg af fólki, nú er það flest allt farið"... eða eitthvað í þessa áttina.
Meira veit ég ekki.
Það besta við þennan dásamlega furðufugl er að ALLIR vita hver hann er. Það er nóg að segja "æ, þarna bókhlöðukallinn sem talar við sjálfan sig" og þá er allt á hreinu, sama hvort maður talar við lögfræði- læknis- eða íslenskunema.
Svona fólk lífgar upp á tilveruna :)
Er ekki samt fyrsta ekkinu í færslunni ofaukið?
æ gamal menni eru oft svo skemmtileg!
Heyrðu ég veit hver þessi karl er, tók svo oft eftir honum þegar ég var að læra á þjóðó fyrir jólin:) einu sinni sagði hann einmitt við mig, "ertu í guðfræði"? þú ert alveg eins og guðfræðinemi hahaha:D
en hann talar já mjög mikið við sjálfan sig og virðist halda að hann sé í hörku námi.
Nei. Ekkinu er ekki ofaukið
Þjóðarbókhlaðan væri svipur hjá sjón [ef hann væri ekki hér].
Væri þjóðarbókhlaðan ekki svipur hjá sjón [ef hann væri ekki hér]?
Það væri gaman að fara í bíó
Væri ekki gaman að fara í bíó?
Það væri leiðinlegt að fara ekki í bíó
Væri ekki leiðninlegt að fara ekki í bíó?
Niðurstaðan er samt líklega sú að þetta er klaufalega orðað hjá mér:)!!
Hann var niðri á Þjóðdeild um daginn um leið og ég, og bað um bækur eftir Jules Verne... mér líður eins og ég sé að rjúfa þagnarskyldu bókhlöðugesta? :)
Að sjálfsögðu hefurðu rétt fyrir þér.
En skemmtilegt að lesa þessa færslu! Hann óli læknir alveg bjargaði mér þegar ég var að skrifa mastersritgerðina mína á hlöðunni. Ég var alveg í því að fylgjast með honum og safna sögum! "Er gaman?" Ég vissi aldrei hvernig ég átti að svara þessari spurningu. hahahaha... bið að heilsa honum!
Mér fannst líka eins og eitthvað væri bogið við þessa spurningu. Mér fannst sem sagt eins og það væri eðlilegra að segja: Hún er ekki svipur hjá sjón, en það er auðvitað ekki rétt. Ég var líklega að rugla við: Hún er ekki NEMA svipur hjá sjón.
Já, hann er stórskemmtilegur. Í gær var ég við afgreiðsluborðið á 2. hæð, og kemur hann þá ekki að borðinu og fer að gramsa í skjölum *starfsmanna megin* við „skilrúmið“ (grindverkið?) sem skilur að lánþega og starfsmenn, og spyr: Hvar er símaskrá Háskólans? Símaskrá Háskólans, hvar er hún! --- bara eins og hann ynni þarna, eða ætti jafnvel pleisið. Svona á að gera þetta, ekki bíða alltaf eins og kurteisin uppmáluð eftir að þessir bókasafnsverðir aðstoði mann.
Hahaha
Ohhh brilliant, soldið sein að commenta en ég dýrka þennan kall haha :D
Skrifa ummæli