miðvikudagur, apríl 09, 2008

766.færsla. frænka í hjáverkum

Í gær hitti ég minnstu frænku (3 ára). Mamma hennar sagði mér að sú stutta væri búin að læra að segja hvað hún héti fullu nafni. Og þá varð ég náttúrulega að heyra hana segja það, sem hún og gerði skýrt og skilmerkilega.
Ég: "En veistu hvað ég heiti fullu nafni?"
Hún: "já-á [heimskuleg spurning]: Hlíja frænka!!"

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki hissa þótt barnið hafi orðið hissa. Rígfullorðin manneskja sem veit ekki enn hvað hún heitir!

Fríða sagði...

:) það er mjög stór hópur fólks sem ég kynni mig alltaf fyrir sem Fríðufrænku

Nafnlaus sagði...

Hver var það nú aftur sem var ekkert að gera upp á milli og kallaði þig, mig og mömmu allar saman Ellu? Var það Dúi?? Mér fannst þetta skynsamlegt.

Regnhlif sagði...

Fríða frænka.... það hljómar nú líka svo einstaklega vel saman. Stuðlar og allt.

Í sumum tilvikum eru svona titlar líka nauðsynlegir, t.d. þegar fólk heitir Anna.

haha. Sætt hjá Dúa eða hver sem það var:) (þú hefur sjálfsagt verið mjög upp með þér)