mánudagur, apríl 14, 2008

771.færsla. mont

Ég má til með að monta mig af stærsta litla frænda. Montið er hér. Ekki slæmt að verða í 10. sæti í stærðfræðikeppni grunnskóla, sérstaklega þar sem hann tók ekki eftir síðustu spurningunni (sem var aftan á blaðinu), og misti þar af 10%. Hann hefði kannski bara unnið ef hann hefði ekki gleymt henni:)

Ég er á því að þarna sé hann kominn á réttan stað, á sal í gamlaskóla... en nei - mér skilst hann ætli í versló. Jæja, hann verður víst að fá að ráða þessu sjálfur:)Minn versti ótti er sá að ef hann fer í versló og kemst í gettu betur liðið (en það er næsta víst, enda er hann afburða vel gefinn (eins og algengt er í minni fjölskyldu, lítið bara á bloggarann sjálfan sem dæmi um það)) þá myndi ég þurfa að halda með versló.... sjitt...

Ok. Best að tapa sér ekki alveg í gleðinni hérna. Það er möguleiki að hann endi ekki í gettu betur -- ég viðurkenni það.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nohh, gaman:-)

Nafnlaus sagði...

Sko hann! Hvað er málið með allt þetta stærðfræðigáfaða fólk í ættinni? Sbr. alla læknana. Hmm. Þetta hlýtur að vera eitthvað gen sem skilaði sér brenglað til minnar fjölskyldu ... :)

Regnhlif sagði...

Og mín...