775.færsla. er svolítið þreytt reyndar
Þessi vinnuvika er búin að vera mjög góð hreyfingarlega séð.
Á mánudaginn hjólaði ég í 40 mínútur.
Á þriðjudaginn fór ég í body pump (klukkutími)
Á miðvikudaginn fór ég í aftró (klukkutími)
Á fimmtudaginn fór ég í body pump
Og í dag hjólaði ég fyrst í 50 mín og synti svo í 25 mín.
Vigtin hefur líka tekið við sér, en reyndar lenti ég líka í magakveisu sem getur hafa hjálpað til við það:)
Í sundinu í dag prufukeyrði ég nýja tankiníið sem ég var að kaupa. Niðurstaðan er sú að það er ekki gott til sunds. Þið vitið hérna búkurinn á þessu flaksaðist um þegar ég synti, þó hann legðist alveg þröngt að þrýstnum líkama mínum uppi á bakkanum. Ég brá þá á það ráð að bretta þetta upp undir brjóstahaldarann og það hjálpaði mikið en samt sem áður truflaðist sundið nokkuð við það að mér þótti vissara að gá hvort brjóstin væru nokkuð búin að poppa upp úr í hverju sundtaki. Kannski ég fari bara í gamla bikiníinu næst.
Ég sá sum sé sæng mína upp reidda vegna komandi sólarstrandarstrippls og hef hafið örvæntingarfulla tilraun til þess að léttast, bara eitthvað, áður en ég fer, eftir mánuð, eða í það minnsta stinnast aðeins undir feetunni.
Jæja, yfir og út. Nóg komið af of lausmálgum lýsingum á holdarfari mínu. Útsvar er að byrja
14 ummæli:
hehe.. Silja vildi endilega svona sundurskorinn sundbol. Hann er voða smartur, ég skal alveg viðurkenna það. En svo heyrði ég hana spyrja systur sína hvort hún gæti nokkuð lánað sér sundbol til að synda í. Ég held hún hafi ekki alveg viljað viðurkenna það fyrir mömmu sinni að flottu sundfötin væru bara ekkert góð til að synda í. Aðallega heyrðist mér það nú vera vegna þess að buxurnar vilja verða eftir þegar maður stingur sér. Og það er ekki hagstætt þegar maður vill fá góða einkunni í sundi svona upp úr grunnskóla. En hún hefur ekki sagt orð um þetta við mig :)
Ég velti fyrir mér hvort bikinídagar mínir séu taldir. Eins og ég verð alltaf brún á maganaum og bakinu, alveg svört bara.
Ætlaði að kaupa mér sundbol um daginn en fann bara einhverja á 7000. Gat ekki réttlætt þau kaup þar sem við Hrund erum svo blankar að við þurftum að skrapa saman fyrir sumargjöf handa afkvæmninu.
Hef reyndar ekki farið í sund síðan síðasta sumar og fannst það nógu erfitt sökum óánægju yfir holdafari. Núna er ég þetta 7 kílóum þyngri og fylli út í öll herbergi sem ég kem inn í.
Ég er ekki viss um að ég höndli að hitta þig í vinnunni, þú eftir að fá sjokk yfir uppsafnaðri fitu minni og kannski áttu ekkert eftir að þekkja mig bara!
Hræðilegt. Hræðilegt.
Mæli med NEXT fyrir alla eins og mig, sem ekki tyma (eru of blankir) til ad eyda formuu i sundføt. Auk tess eru sundføtin tar fyrir flestar stærdir og gerdir. Sundbolurinn minn er td med svona "itrottatopp" innanundir, mjøg gott
Snora
Snora: Ég fór örugglega í allar búðir nema next að leita að sundfötum. Ef það fást ódýrir sundbolir þar, þá smelli ég mér kannski á einn til að synda í... þó ég vilji frekar synda í (góðu) bikiníi því þá get ég alltaf sannfært mig um að ég sé að brúnka mig í leiðinni á maganum:)
Fríða: Alveg skil ég hana Silju:)
DR: Sko, bikinídagar taldir? Mér persónulega finnst ég alltaf líta betur út í bikiníi en sundbol, sama hversu stór vömbin er orðin. Þannig að ég verð örugglega í bikiníi þó ég verði orðin 100 kíló. Ég er sko líka búin að þyngjast frá því síðasta sumar, svo við getum bara heilsast upp á nýtt ef við þekkjum ekki hvor aðra:)
Ætli sundeinkunnir lækki ef maður syndir bara í helmingnum af sundfötunum?
Ég átti svona tankíni og fór einmitt í því í körfubolta í sundi. Mæli ekki með því, mæli raunar alvarlega á móti því. Líklega sáu samt ekki nema svona tveir eða þrír á mér júllurnar.
Já, og iss, þú verður örugglega fín og flott á ströndinni á Spáni. Vittu til. Það er hugarfarið sem skiptir máli.
Þú gætir keypt Speedo bikini. Það er samt vist ekkert ódýrt... En maður syndir jú ekki í öðru en speedo. Þú gætir pantað á speedousa.com http://www.speedousa.com/index.cfm/fuseaction/products.detail/categoryID/6272df44-4eae-4b39-b2a8-5454eca5d561/productID/2df5b940-3de0-4288-b1db-c2cccb445527/
Þetta er meira að segja á útsölu.
Mig vantar líka sundbol, eða sundbíkiní. Ég vil nottlega, eins og Silja, ekki að buxurnar verði bara eftir..
Það eru sko svoo margir flottir sundbolir þarna.. En þú vilt kannski ekki panta af netinu..
þá veit ég það, ætlaði einmitt að kaupa mér svona tankini, hélt að það væri sniðugt að synda í. en ætli það verði þá ekki bara bikiní nú eða sundbolur (þetta er svo dýrt að ég hef varla efni á báðu)
Ástandið á mínum bæ er svo slæmt að ég er gráti nær. Ég get ekki gert upp við mig hvort ég eigi að kaupa bíkíni eða þetta tankini (sundbolur kemur ekki til greina því ég er HRÆÐILEG í svoleiðis). Svo meðan ég ákveð mig notast ég við eldgamalt, eldrautt og skelfilega óklæðilegt bikiní sem hún móðursystir mín á. Það er ömurlega ljótt fóður inn á þessu sem nær alltaf að smeygja sér út á rasskinnarnar og svo er brjóstahaldarinn svo lítill að brjóstin mín (þótt smá séu) eru mjög gjarnan út fyrir.
Ég er sumsé skelfileg sjón.
Já ég gleymdi alveg að segja; vá hvað þú ert dugleg. Sko hreyfingarlega séð í síðustu viku :)
Nanna: Gamla bikiníið mitt er O'Neills og það er fínt til sunds. Svo maður syndir alveg í öðru en Speedo:) Já, ég þori nú engan veginn að panta af netinu af því ég VERÐ að máta, það er engin spurning sko. Ég sting mér aldrei, ég kann það ekki, svo buxurnar haldast alltaf alveg á sama stað. Ég hef meiri áhyggjur af júllunum (haha, Alma, þetta er svo ósmekklegt orð), en yfirleitt eru það reyndar óþarfa áhyggjur, þær ferðast ekki jafnmikið og ég virðist halda.
Hanna Rún: Já, dýrt! Dauðans. Mörg bikiníin í Útilíf kosta 17.000 krónur!! Mátaði eitt þar sem passaði vel en ég gaaaat bara ekki keypt þetta.
Siggaligg: Þetta hljómar skelfilega, þó ég eigi bágt með að ímynda mér að þú sért svo hræðileg:)
Piff maður ætti ekki að synda í öðru en speedo :)
En ég er samt ekki bara að meina þegar maður stingur sér. Líka þegar maður spyrnir sér frá bakkanum, eða hvað sem maður segir...
En allt í lagi þá. Ég verð þá vist bara sjálf að panta speedo sundbol og bíkiní af netinu :D
Þú ert náttúrulega sundsérfræðingur:)
Ertu þetta þá ekki bara of stórar buxur? Hm. Það getur líka verið að spyrni mér ekki nógu kröftuglega frá bakkanum.
Jú sumar buxurnar eru pínu stórar skom. En mig langar samt svoo mikið í svona sundbíkiní :)
En sko ef maður pantar af netinu, þá gæti maður bara verið búin að máta eins úti búð. Eins og ef það eru bara til svört bikini í búðinni getur maður keypt blómótt á netinu. Já mjög sniðugt hjá mér :/ :)
Skrifa ummæli