þriðjudagur, apríl 29, 2008

777. færsla. frænkur

Rosalega flott færslunúmer.

Bætti við nokkrum "frænkum". Ákvað að það væri of flókið mál að vera að greina á milli mismundi tegunda skyldmenna og venslafólks... og mæli með því að framvegis verði allt slíkt fólk kallað frænka. Í gamla daga voru frændur bæði frændur og vinir, svo ég sé ekki að það sé neitt verra að kalla bara alla skylda og tengda frænkur. Já. Við Íslendingar erum svo gáfaðir að átta okkur á því að það er rugl að greina á milli uncle, nephew og cousin... nú tökum við þetta skrefinu lengra!

Sjæse í helvíti. Verð að fara. Er að drepast í bakinu, dauðans. Hví? Ó hví?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Af hverju áttu einn frænda? Mér finnst rugl að greina ekki á milli tante, onkel, niece og så videre :D

Nafnlaus sagði...

Fín stefna.Öllum væntanlega frjálst að halda áfram að tala um föðurbræður, langömmusystur og bróðursonardætur eftir þörfum. En það var spurningin um Bjarna frænda já.

Nafnlaus sagði...

Ég er vonlaus í þessu hér í Noregi, ok, næ jú þessu með tante og onkel, er að verða ok í sosteknbarn (systkinaborn), en svo er kusine og niese eftir, og svo virðist það misjafnt eftir mállýskum og vana hvað fólk notar. Var einmitt í skírn á sunnudaginn að reyna að koma skipulagi á móðurfjölskyldu B.

Þ(óra)

Nafnlaus sagði...

Júbbíí ég komst inn á frænkulistan.
En fyrst að þú gerir ekki greinarmun á milli blóðskyldra frænkna og venslafólks getur hún Hanna mín bara verið frænka þín.

Regnhlif sagði...

Bjarni er ekki lengur frændi. Þetta voru mistök:)

Nafnlaus sagði...

Óttar, ég gæti trúað að nafn Þóru fengi að víkja ef maðurinn hennar færi að blogga með henni. Sem ég á síður von á.