779. ekki alltaf tekið út með sældinni að reyna að verða MA-mma
Æi.
Eins og þið kannski vitið á ég að vera að skrifa meistararitgerð. Og þið vitið kannski líka að ritgerðarskrif eru ekki í uppáhaldi hjá mér í augnablikinu.
Sérstaklega ekki þær ritgerðir sem kallast einhvers konar lokaritgerðir.
Einu sinni þótti mér bara ágætt að skrifa ritgerðir. Fannst ég frekar góð í því.
Svo kom BA-rnið ógurlega, en eins og glöggir lesendur muna kannski var meðgangan óþægileg og fæðingin verri. Og BA-rnið kripplað. Og svo bara, er manni hent beint út í operation MA-mma, og maður verður barasta að skrifa STRAX AÐRA ritgerð sem er á við tvíbura- eða fjölburafæðingu. Ok-ok- ég skal viðurkenna það, tók mér alveg heilt auka ár í operation MA-mma til að reyna að losna við BA-rnsfæðingarþunglyndið, svo ég ætti ekki að vera að kvarta yfir því að maður þurfi STRAX að fara að skrifa aðra stór ritgerð. Og nú verð ég að viðurkenna að ég man ekkert hver tilgangurinn með þessu bloggi var, eða hvort það var yfir höfuð nokkur tilgangur. E.t.v. var tilgangurinn bara að losna undan oki operation MA-mma. Ans ans. Ég er samt voðalega mikið dugleg að reyna að vera ekki eins svartsýn og ég var á fyrri meðgöngunni. Þá var ég alltaf að skamma mig fyrir að vera ekki duglegri, en varð ekkert duglegri þrátt fyrir eigin skammir. Núna er ég bara fljótandi um á stóísku æðruleysisskýi og segi bara come what may skiluru. Ég skila bara þegar ég skila. Ef ég hef ekki einbeitingu þá hef ég ekki einbeitingu. En samt, öllu má nú ofgera. HVAR ER FOKKINGS MILLIVEGURINN. Ekki halda að ég sé reið þó ég hafi sagt fokkings. Ég er bara hrifin af blóti. Sérstaklega fokk. Og fokkings fokk.
9 ummæli:
Hvað er blót? Já, eða bölv? Ég hélt einhvernveginn að það væri eingöngu þegar menn nefna eða jafnvel ákalla þann vonda og hans heimilisfang.
Ég held að einhverntíman í fyrndinni (fyrir kristnitöku) hafi blót verið hátíð og ég held líka að ég hafi heyrt talað um að naut bölvi.
Þannig að þetta er ekkert einfalt.
Af tvennu illu held ég að þessi maðganga sé þó skárri þar sem það er lítið hárlos eða magabólgur þegar að maður er of rólegur!!! Ég vil frekar að þú missir af gráðunni í bili en að þú missir vitið :)
Óttarogella. nei, blót er sjálfsagt ekki hægt að nota eins og ég notaði það. En þá er nú spurningin hvað maður á að kalla þetta. hehe
Aubba: Sammála.
ertu þá að fara að útskrifast bráðum eins og hálf fjölskyldan?
Ætli þú hljótir ekki að hafa verið að klæmast?
Já og Óttar, ég er formaður þorrablótsnefndar og þar munu vonandi hvorki koma við sögu pokurinn né klám. Nei, þetta er ekki einfalt
Nei stefnan er á útskrift í haust.
hljómar kunnuglega, nema hvað ég er nokkuð dramatískari og tek grenjuköst ofaní uppvaskið yfir eigin leti og framtaksleysi í MA-skrifunum...
Skrifa ummæli