miðvikudagur, maí 14, 2008

783.færsla. Grúpppía

Facebook.

Ég kemst ekki yfir facebook. Ég skil það ekki. Ég skil ekki hvað ég á að fá út úr því eða hvort ég eigi að vera á móti því. But it really truly fascinates me, in a scary way. Af hverju skrifaði ég þetta á ensku? Ég veit það ekki. Mér finnst alltaf fyndið að spyrja mig spurninga á blogginu og svara þeim jafnóðum.

En grúppurnar. Ó mæ lordí, ég held það sé til grúppa fyrir allt í heiminum. Facebook er staðurinn til þess að vera nörd. Ég meina, hvar annars staðar getur maður orðið aðdáandi Noam Chomskys og gengið í grúppu sem heitir "I wish I were an anaphor so I could be bound in your domain" og sameinast öðrum yoga-tes aðdáendum (ég er að tala um te sem heitir Yogi tea ekki einhverja blöndu af jóga og pilates)? Fullt af CISV grúppum, fullt af erasmusgrúppum, fólk sem elskar Christmas Vacation og svo framvegis. Ég bara þúst ómægod. Og þúst af hverju gengur maður í þessar grúppur? Af hverju vil ég að fólk viti að ég elska Christmas Vacation (ég elska Christmas Vacation) og jógate (ég elska jógate)? Á hverjum degi sé ég nýja grúppu sem mig langar að fara í, en ég reyni að hemja mig því að ég vil ekki enda í 100 grúppum. Þá er eins og hver grúppa um sig verði minna virði, skiljiði.

Ég held að ég hafi verið að fá endanlega staðfestingu á því að það séu til grúppur um ALLT. Datt rétt í þessu í hug að stofna grúppu sem héti "A group for people who love groups". Leitaði fyrst og fann alla vega 20 grúppur fyrir fólk sem elskar að ganga í grúppur eða búa til grúppur, eða hvort tveggja. Sjæse allmighty. Hefur fólk EKKERT við tíma sinn að gera? Eða eru allir að skrifa ritgerð eins og ég?

rakst reyndar á nokkrar aðrar grúppur í leiðinni, eins og eina sem hét "For everyone who has ever been depressed because someone broke their hart". Einhverra hluta vegna fannst mér þetta sprenghlægilegt. Kannski hef ég bara aldrei verið þunglynd af ástarsorg.

Uppdeit. Leit (ú rímar) á klukkuna og sá að hún var orðin korter í 12 og ég ekki búin að gera shit vegna þess að ég var að skoða facebook grúppur. Ákvað að ganga í eða stofna grúppu um fólk sem er þunglynt yfir því að vera ekki nógu duglegt í ritgerðinni sinni, svo ég skrifaði leitarorðin "depressed thesis" og viti menn, lenti á grúppu sem heitir "the Un-intelligent Master students", og þetta er lýsingin "If you feel depressed about your thesis, if everything falls appart around you and everybody else in the lab seem so bright, join our group!" Þetta gæti ekki átt betur við mig (nema lab mætti vera eitthvað annað....)

Reyndar eru bara 13 manns í grúppunni. Þar af tveir Íslendingar... og annan þeirra þekki ég.

Ég varð bara að gerast meðlimur.

Og hér með fer ég í feisbúkkgrúppnabann.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Klikkun

Nafnlaus sagði...

Já það er svo gaman og fyndið að finna grúppu sem passar svo algjörlega við mann, hehe :) Ég einmitt passa mig líka að vera ekki í of mörgum grúppum.