742.færsla. Listi
Æ, stundum finnst mér eitthvað svo skemmtilegt að svara svona löguðu. Hlýtur að vera hluti af einhverri sýniþörf. Tók listann af öðru blogginu sem ég laumules, þ.e.a.s. ég les tvö blogg reglulega hjá manneskjum sem ég þekki ekki, skrifa aldrei komment hjá og vil ekkert endilega að manneskjurnar viti að ég lesi síðurnar þeirra. Mér finnst alveg að ég megi það. En þetta tók ég sem sagt af jonaa.blog.is. Annars les ég bara blogg fólks sem ég þekki, og nokkurn vegin bara þessi sem ég er með link á (man aldrei eftir öðrum bloggum).
1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? Já, ömmu Hlíf
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Úff. Sjitt. Fór að HÁGRENJA á djamminu í fyrradag, að því er virðist vegna þess að sylgjan á beltinu mínu brotnaði. Fram að því skemmti ég mér stórvel og skil þess vegna ekki alveg þessi rosalegu viðbrögð. Tala nú ekki um vegna þess að beltið er drasl sem ég keypti á 300 kall á markaði fyrir tveimur árum.
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Einu sinni fannst mér það. Stundum skrifa ég skemmtilega. En ég skrifa líka stundum alveg fáránlega illa, sérstaklega miðað við aldur og fyrri störf (eða þúst menntun).
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? Nei. Er samt ofurfrænka.
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? Mér myndi alla vega líka ágætlega við mig en ég er ekki viss um að ég og ég næðum endilega rosa vel saman. Hef einhvern vegin á tilfinningunni að þetta yrði frekar litlaust samband.
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? Nei aldrei. Hvers konar spurning er þetta. Er til einhver íslendingur sem er ekki kaldhæðinn?
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Mér myndi finnast það sjúklega gaman en líkurnar á að ég þyrði því eru 0,0%.
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Í augnablikinu alls enginn. Stundum samt boost, og stundum ab-/súrmjólk með púðursykri eða hunangi og niðurskornum ávöxtum
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Ó nei ó nei ó nei.
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? að þessu leytinu eins og flestu finnst mér ég vera tvær andstæður. Að sumu leyti get ég verið ótrúlega sterk en að öðru leyti ótrúlega veik. Ég held reyndar að ég sé þannig að í smááföllum finnist mér eins og heimurinn sé að farst en þegar virkilega reynir á er ég sterk. Held ég
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Jarðarberjaís á Spáni. Ekki á íslandi. Ú - og ís með svona pipardufti. Fæst í ísbúðinni bak við Melaskóla. LANG BEST
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Hlýtur nú bara að vera útlit. Andlit. En samt horfi ég oft ekki á fólk heldur bara svona á loftið í kringum það eða eitthvað.
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Nota næstum aldrei varalit. Frekar gloss. Sem er yfirleitt bleikt með glimmeri. Uppáhalds glossinn minn var samt glær með mjög miklu af rauðbleiku glimmeri. Hljómar ótrúlega illa, en þegar hann var kominn á kom bara svona glansandi litur á varirnar án þess að vera of þekjandi. Þennan gloss eyðilagði ég á Spáni þegar ég ákvað að setja gloss á varirnar á öllum strákunum sem voru með mér í Erasmusaferð í Santiago (þetta voru einhverjir tugir líklega) og líka á steggjapartýið sem var á sama veitingastað.
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Æ, en óuppbyggjandi spurning. Óöryggi og lítil trú á sjálfri mér. (hef samt ótrúlega hátt sjálfsálit í sumum hlutum)
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Þóru minnar í Norge.
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Þeir sem nenna.
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Auðvitað er ég berfætt. Er svo í svörtum buxum sem ég keypti í karladeildinni í H&M. Það ætla ég sko öruggleg að gera aftur.
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? Saltpilla
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Hreint ekki neitt. Jú núna vekjaraklukkuna á símanum mínum að segja mér að taka úr þvottavél. Verð að skrifa hratt það sem eftir er.
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? ÉG held ég sé gulur. En óttast það mest að vera grá...
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? uh.
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? mömmuna mína
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Asnaleg spurning.
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Handbolti þegar Ísland keppir á stóru móti. Annars ekki hrifin af íþróttum.
26. ÞINN HÁRALITUR ? Skol. En mitt innra sjálf er klárlega mjög ljóshært. Ég vildi að ég væri ljóshærð.
27. AUGNLITUR ÞINN ? blár
28. NOTARÐU LINSLUR ? Já. Mismikið.
29. UPPÁHALDSMATUR ? Rjúpan litla.
30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Hata hryllingsmyndir. HATA.
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? æ, u, held það hafi verið mynd á Græna ljósinu um ódæðisverk bandarískra hermanna í Írak. Við Aubba höfum verið duglegar að fara á erfiðar myndir. Úff.
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? Hehe, he.
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? ís og ís. Nema súkkúlaði ís.
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Nenni ekki að svara þessu
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Nenni ekki að svara þessu
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Var að klára Fiskveiðar í Jemen sem ég fékk í kiljuklúbbnum. Kom á óvart, mér fannst hún mjög skemmtileg. Ætti að vera að lesa stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku fyrir bókalúbbinn en ég mun líklega ekki komast í hann. Langar samt að lesa bókina
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Auglýsing frá HP
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Ó nei þetta kemur á versta degi. Horfði á mótorhjólaþátt, Rachel Ray, EM stofuna, fótbolta, fréttir, fótbolta,´(öskraði þegar ég heyrði að það kæmi svo fótboltaúttekt eftir það. Ó MÆ LORD EKKI MEIRI FÓTBOLTA), tvo breska þætti, Múmíuna og Alexander. Horfði samt bara á smábút af mörgu þessu. Ég var þunn sko.
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Bítlarnir.
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Dagsferð til Marokkó.
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Bla og bla og bla. Í alvörunni.
42. HVAR FÆDDISTU ? Í Reykjavík hlýtur að vera
Og nú er ég farin að taka úr vél. Sjitt hvað ég vona að það séu þurrkarar lausir. Þurfti að þvo svo ógjó mikið, nýkomin frá Spáni og fer til Edinborgar á hinn daginn.
13 ummæli:
Ég les líka alltaf bloggið hennar Jónu eða gerði það þangað til hún læsti því. Ég kann einhvern veginn ekki við að senda henni póst og biðja um lykilorð. Gerðir þú það?
Svo les ég líka alltaf bloggið hennar Ragnhildar Sverrisdóttur sem er ótrúlega klár og skemmtileg kona og á alveg hreint kostulega tvíbura með konunni sinni.
Ég var einmitt að lesa aftan á Fisveiðar í Jemen í apóteki á föstudag og ákvað að ég nennti ekki að lesa hana. Kannski ég endurskoði þá ákvörðun. Ég hef lesið stutt ágrip ... og veit ekki enn hvað mér fannst um hana. Hún var fyndin en samt langdregin.
Ertu búin að finna út hvenær dags fótboltaleikirnir eru úti? Næst verð ég bara að koma með og segja þér restina að ævisögu minni, grenja með þér yfir beltum og segja þér frá öllu sem er að gerast í lífi mínu akkúrat núna. Vonandi kemst ég yfir flughræðsluna á næstunni en annars myndir þú þurfa að halda í höndina á mér á meðan ég grenjaði úr hræðslu.
Sjáumst eftir Edinborg.
Hættu svo að hafa áhygjur af ritgerðinni. Ég hef fulla trú á þér. Veistu ekki hvað ég lít mikið upp til þín?
dr
Hahah fyrstu svörin áður en síminn hringdi voru fyndin :) og löng :) Hin voru líka í lagi ;) Hehe já neinei
Það minnir mig á það, ég þarf að hengja upp úr vélinni. Eins gott að maður hefur bloggið. Og mig vantar netfangið þitt.
Æ Díana, það væri ROSA GOTT ef þú kæmir með í þessa ferð:)
Hahaha, bloggið hennar Ragnhildar er einmitt hitt bloggið sem ég laumules. Og Jóna lokaði sínu bloggi bara í einn dag eða eitthvað (a.m.k.missti ég alveg af lokuninni á meðan ég var á Spáni) en nei, ég hefði aldrei beðið um lykilorð, held ég. Fótboltaleikirnir eru ýmist kl. 4 eða eitthvað sex hér heima.... svo þeir hljóta að vera einum tíma seinna úti. Þannig að fyrri leikurinn getur farið í búðir, en í þeim seinni verð ég líklega bara að drekka nóg af bjór.
Hahaha, Nanna.
Fríða: hlif.arnadottir@gmail.com
Já, ég vildi að ég væri að koma með. Einhvern tíma kem ég með.
Hefur einhvern tíma hvarlað að þér að við værum svolítið líkar?
Góða ferð!
Það vantar f-ið í hvarfla. Átti að vera hvarflað ekki hvarlað.
Hræðilegt að gera svona vitleysur þegar maður þykist meðvitaður um málið.
Ég held ég geri fleiri villur eftir því sem ég læri meira í íslensku...
já, það hefur kvardlað að mér. En samt eins og svart og hvítt... allavega húðliturinn:)
þegar ég sé svona lista þá dauðlangar mig annað hvort að vera með blogg eða vera "fræg", við ófrægu ekkibloggararnir fáum aldrei tækifæri til að svara svona.
þetta var ég hanna rún !
Ferðu á Roskilde?
Sael og blessud Hlíf, svo ad segja ókunnug hér, Kristín systir hennar Sollu, ég var eitthvad ad kíkja á hvada fólk systir mín leggur lag sitt vid blogglega séd og rakst á thig. Laet mér annt um ad yngri systkini mín séu ekki á hálum ís og í vafasömum félagsskap ;). Fann myndir af Önnu systur thinni og fallegu börnunum hennar, hún er alltaf jafn saet og fín og alveg örugglega jafn óborganlega skemmtileg og hún var í den í Skógraektinni, good memories! Bid fyrir bestu kvedjum til hennar.
Já og audvitad bestu kvedjur til thín líka úr rigningunni í München, Kristín
Nei líklegast ekki. Færslan var vist ársgömul...
Oh, ég var búin að reyna að svara en kommentið kommentaðist ekki.
Hanna: einföld lausn, farðu bara að blogga (aftur)!
Kristín: Ég skil mjög vel að þú viljir aðeins fylgjast með litlu systur þinni:) Ég skila kveðju til Önnu (ég færi henni stundum fréttir af þér í gegnum Sollu... en þær eru samt frekar stopular:)).
Skrifa ummæli