miðvikudagur, júní 25, 2008

793.færsla.

Ég er ekki hætt að blogga. Svona er þetta bara: Átta tíma vinna fyrir framan tölvu og sól allan sólarhringinn gerir það að verkum að mann langar ekkert rosalega mikið að setjast fyrir framan tölvu þegar maður kemur heim úr vinnunni.

Annars er rosa gaman í saumaklúbbsvinnunni minni.

Ég elska þessa sól.

Ó mæ lord sko.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvert er aðalinntak saumaklúbbsvinnu?

Nafnlaus sagði...

Loksins blogg...

Regnhlif sagði...

Málfræði, í raun og veru. En þar sem það er einstaklega erfitt að halda athygli við það sem við erum að gera lengur en svona hálftíma- klukkutíma í senn er kjaftað inni á milli... þar sem við erum nú fjórar stelpur saman.

Nafnlaus sagði...

Hvað meinaru saumaklúbbsvinnu? Hver er að tala?

Annars kom drengurinn góði af Orðabókinn ekki í dag. Við höfum líklega truflað hann of mikið í vinnunni í gær með blaðri.

Með við þá meina ég þú.

Ha, ha, ha.

Ætli ég tali ekki mest. Og þá um barnið. Ég er svona óþolandi mamma sem væli um barnið allan daginn.

Og stolt af því auðvitað.

Annars er spáð rigningu á morgun. Þá geturðu ekki kennt sólinni um bloggleysi.

Svo mæli ég með því að við verðum ótrúlega fullar í matarboðinu mínu og förum í 'ég hef aldrei'.Þá getum við sagt frá öllum sem við ætluðum aldrei að segja frá, séð eftir því og verið svo allar með 'mánudagsveikina' þegar kemur að vinnu aftur.

Veður á mér. Nægir ekki að tala allan daginn og blogga. Þarf að vera með sníkjublogg hérna líka.

Annars er það auðvitað þú. Sem veður á. Meina ég.

Ha, ha, ha. Sjáumst á morgun!

Nafnlaus sagði...

Sagt frá öllu ekki öllUM ... sem við höfum legið undir eða eitthvað álíka.

Enda erum við svo siðprúðar. Nema Gyða sem neyðist til að skrifa setningar um sögnina að brunda. Gyða er samt ekki vergjörn. Bara umkringd dónaorðum.

Almáttugur. Tek þetta allt til baka. Verð að fara að sofa.

Kannski ég sé að skrifa upp úr svefni?

Heimir Freyr sagði...

Það hlyti að vera martröð! svo langt leiddur er ég nú ekki, enn (-:

Gyða Erlingsdóttir sagði...

Hahaha! Þetta matarboð lofar góðu fyrst umræðan um það er orðin svona svæsin! Þar get ég svo sagt ykkur frá fleiri dónasögnum sem ég hef þurft að færa inn

Never have I ever...

Regnhlif sagði...

DRR: Hahaha, varstu full í gær?:) Þú veist ekki hvað þú ert að gera með því að opna fyrir "ég hef aldrei" ... hahaha. Uppáhalds leikurinn minn en það vill bara aldrei neinn koma með mér í hann.

Veður á mér? Hvaða vitleysa... ég er þögul eins og gröfin

Nafnlaus sagði...

Ertu að skrifa orðabók í vinnunni?

Nafnlaus sagði...

Ég veit ég fæ skróp í kladdann en ég ætla að vinna heima í dag. Vil geta þvegið þvott og rokið beint í útileguna á eftir.

Góða helgi. Hættu svo bara að pæla í þessari ritgerð og haltu áfram að vinna með okkur. Mér finnst ekki fallegt að yfirgefa okkur.

dr

Regnhlif sagði...

Nanna. Jah, næstum því eða svona. Er að fylla upp í gagnagrunn sem er á netinu (samt lokaður sko a.m.k. enn sem komið er), við setjum inn (allar) mögulegar setningagerðir fyrir (sem flestar) sagnir í íslensku. Þarna getur maður sem sagt á auðveldan hátt fengið upp "allar" sagnir sem t.d. geta staðið í þolmynd. Stuð ekki satt?:)

Díana: Oh. Jæja, skil þig samt. En nú erum við Kristín bara tvær einar!

Nafnlaus sagði...

Eeh júú svona .. :)