796.færsla.gefin fyrir drama þessi dama
Ég er svo svo syfjuð, svo syfjuð. Ég er í vinnunni. Kærastinn yfirgaf mig í gær. Til að kveðjustundin yrði örugglega a.m.k. pínu dramatísk tosaði ég óvart í snúruna á glerlampa sem var í gluggakistunni yfir rúminu. Hann lenti á rúmgaflinum og brotnaði í mél yfir rúminu. Og ég skar mig. Þó ekki eins mikið og einu sinni, þegar Einar þurfti að fara með mig á slysó og láta SAUMA mig. Ég íhugaði það hvort þetta væru nógu mikil meiðsli til þess að hann yrði að hætta við að fara út, en komst að því að svo væri ekki. En fyrir ykkur, þá mæli ég ekki með því að brjóta eitthvað í rúmi. Sérdeilis leiðinlegt að reyna að losna við möguleg glerbrot í öllum sængurfötunum. Sérstaklega þegar maður á ekki ryksugu.
Þessa vikuna ætla ég að vanda mig mjög mikið við að vera ánægð með að vera ekki í tjaldi. Þegar maður er dauðþreyttur á kvöldin þá er einstaklega gott að leggjast í þurrt og hlýtt rúm, á þurran kodda og undir hreina dúnmjúka sæng í algjörri þögn. Geta svo labbað nokkur skref og vera þá kominn í hlýja einkasturtu. Já, djöfulli langar mig ekki að vera á Hróarskeldu.
8 ummæli:
Iss, hver þarf sturtu? Nú, og hvað er því til fyrirstöðu að hafa sæng með sér á Hróarskeldu? En ryksugur eru miklvægar.
Þetta segir þú nú bara af því að þú ert sjálf að fara á Hróarskeldu. Reyndar eru sturturnar nú bara ágætar og hlýjar þarna á svæðinu. Mig minnir að það hafi ekki verið hægt í fyrra en 2004 fór ég stundum í sturtu á nóttunni. Það var rosa gott, engin ös og ódýrara! Ýmsir fara víst líka inn til Hróarskeldubæjarins og fara í sund þar.
Oj bara já, hugsa sér ef þú neyddist nú einhvern tíma til að fara á Hróarskeldu!
Já er ekki hægt að fara í sturtu á nóttinni? Ég las það einmitt á blogginu þínu að þú hefðir gert það.. En var vatn í tjaldinu ykkar í fyrra? Mitt var alveg hreint og þurrt :)
Jújú, mitt var líka hreint og þurrt, tjaldið sjálft. Hins vegar blotnaði bæði svefnpokinn minn og megnið af fötunum bara við það að labba inn á svæðið. Og ég sjálf var alltaf blaut þrátt fyrir stígvél og mörg lög af regnfötum. En það er víst gott veður í ár. Allavega var gott veður þegar Einar mætti á svæðið í dag.
Jájá það er gott veður þangað til á laugardaginn þá á að rigna eitthvað. Það er allavega spáin núna. Er búin að fylgjast með á hverjum degi.. Jaaá, æh, að allt blotnaði á leiðinni. Það var nottlega bara ágætt veður (minnir mig) þegar ég kom og vakti þig. Takk aftur fyrir að hafa farið á fætur og labbað á móti :) Svo líka var allt mitt dót í plastpokum ofan í tösku, þannig að það blotnaði ekkert þrátt fyrir rigningu :)
Já, ekkert mál. Það var nú mjög lítið... verst allt ruglið með það hvernig þú ættir að komast inn og á hvaða svæði inngangurinn væri opinn og allt það:)
Ég skil ekkert í mér að hafa ekki pakkað ofan í plastpoka... það er ekki eins og ég hafi ekki haft reynsluna því 2004 fór líka að rigna þegar ég var á leiðinni inn á svæðið, minnir mig. En þá rigndi greinilega ekki eins mikið því dótið mitt blotnaði a.m.k. ekki.
Haha já tad var fyndid tegar ég hringdi og spurdi hvort ég ætti ad fara inn hjá West eda East.. Tú bara vissir ekki neitt... :)
Skrifa ummæli