fimmtudagur, júlí 03, 2008

797.færsla. Æ mig auma

Mér varð það á að líta í spegil áðan. Það hefði ég betur látið ógert. Ég lít út eins og ég hafi verið dregin upp úr ræsinu. Þetta styrkti mig í þeirri skoðun að þessum degi hefði best verið varið uppi í rúmi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu lasin? Og það svona rétt fyrir helgi og hitabylgju?

dr

Regnhlif sagði...

neinei. Bara löt og þreytt.

Nafnlaus sagði...

Það er gott að vera latur og þreyttur í hitabylgju. T.d. niður á Austurvelli, í sundi, úti í garði, úti á svölum. Þú mátt alveg koma á mínar svalir í sólbað!

Eruði ekki farnar að sakna mín og kjaftavaðalsins í vinnunni? Segðu já, annars fer ég að grenja. Annars engin pressa.

Ég sakna ykkar og samskipta við fólk (vs. sjónvarp og tölvu)allavega.

Kíktu svo á bloggið mitt og Jónu. Mitt er áhugavert, hennar fyndið.

lafðin (eins og ég er kölluð í minni fjölskyldu)

Góða helgi!

Regnhlif sagði...

Jú, þín er saknað. Kjaftastuðullinn er full lágur hér í vinnunni.

Búin að kíkja á bloggið þitt,auðvitað:) Á eftir að kíkja hjá Jónu

Nafnlaus sagði...

Torbjorg sagdi i afmælinu hans afa, tar sem tu komst ekki, ad henni fannst eg lik ter a mynd af mer med gleraugu. Tannig ad fyrst vid erum soldid likar getur ekki verid ad tu litir ut fyrir ad hafa verid dregin upp ur ræsi :)

Regnhlif sagði...

hahahaha, góður punktur!

Nafnlaus sagði...

:D