799.færsla. ógeðslega óáhugavert líf, svokallað
Hér kemur leiðinleg færsla.
Ég hef ekkert að segja
Áðan í vinnunni flaug opna úr 24 stundum fram hjá Gyðu. Hún bara greip síðuna og fór að lesa. Fréttin var eftir Ásu. Um óléttar konur sem geta ekki haldið í sér. Börnunum sko.
Já, leiðinlega færslu. Er svar mitt við spurningunni hennar Díönu sem var svohljóðandi "Ertu að blogga?!!!?" (og þessar upphrópanir eru tileinkaðar þér, Sigrún (sko vinnufélagi)).
6 ummæli:
Ok, "í vinnunni" á að vera úti á grasi í matarhléinu:)
Það er líka merkilegt að segja frá því að það liggur strokleður í téðu grasi sem hefur verið þar síðan við byrjuðum að sitja þar! Á nákvæmlega sama stað sko!
Ég efast um að óléttar konur eigi gott með að halda í sér yfir höfuð. Börnum eða öðru. Sérstaklega þegar langt er liðið á meðgöngu.
Almáttugur hvað ég er heiladauð. Líður eins og ég hafi drukkið tvo bjóra og verið neydd í vinnuna á eftir.
Tveir dagar í 'ég hef aldrei'. Alveg er ég viss um að þú lumar á einhverju svakalegu. Hvað þá Kristín. Og ég býð nú bara ekki í Gyðu.
Spennandi.
dr
Já, strokleðrið. Skipar stóran sess í mínu óáhugaverða lífi.
Ég hef svolitlar áhyggjur af spennunni sem við erum búnar að byggja upp fyrir ég hef aldrei. Bara hrædd um að standa ekki undir væntingum... he he.
Vá!! Hversu miklu er hægt að missa af á einum degi? Fljúgandi dagblöð og eitthvað ...og það versta er að ég var á svæðinu.
Uppljóstrun leyndarmála á morgun!! En spennandi :)
jessss!!!!!!! mín var minnst og með upphrópunum djeggjað einkum og sér í lagi á laugardagsnóttu kl að ganga þrjú...why? af því líf mitt er svo truflað spennandi of kors
Skrifa ummæli