miðvikudagur, júlí 16, 2008

802.færsla.kellsur og hjól

Haha. Fór í bíó í gær á Mamma mía. Það var svoo fyndið. Ekki myndin sjálf, eða jú hún var fyndin á köflum. Þetta var bara svo fyndið af því að salurinn var fullur af konum sem skríktu af ánægju í mörgum atriðum og klöppuðu með sumum lögunum. Fékk nettan kjánahroll, sérstaklega þegar það var klappað og öskrað í lokin. Svo gekk önnur hvor kona út úr salnum syngjandi, ekki bara svona raulandi, heldur syngjandi hástöfum:) En gaman já.

Svo í gær reyndi ég að keyra á TVO hjólreiðamenn. Nei, þetta var í fyrradag. Mér til málsbóta fór annar hjólreiðamaðurinn ekki eftir umferðareglunum, heldur hjólaði á fullu á móti umferð á miðri einstefnugötu sem ég var að beygja inn í. Slapp samt fyrir horn sko.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"you are the daaaancing queen young and sweet only seventeeeeen újeeee!" Einhvernvegin svona?

Regnhlif sagði...

Já, einmitt!