mánudagur, júlí 21, 2008

804.færsla. fjallkona

Þessi helgi var heilbrigðari en síðasta á undan sem var mjög óheilbrigð.

Á föstudaginn fór ég aðeins og hjálpaði Aubbu að mála bak við ofninn hennar. Nú er herbergið hennar ýkt töff. Það var sko allt málað, ekki bara bak við ofninn. Svo var ekki hægt að láta hana sofa í málningargufunum svo ég dró hana heim með mér og skipaði henni að sofa á sófanum. En áður en hún gerði það spiluðum við við Einar og ég VANN. Mikilvægt að koma því á framfæri.

Á lau kíkti ég í mýflugumynd á samdrykkju hjá Silju en drakk ekkert því að ég var sko búin að lofa mér í fjallgöngu með pa og Einingu (=kæró) klukkan 10 á sunnudagsmorguninn. Og ó mæ god hvað ég er ógjó dugleg en ég komst upp á fjallið! Ætlaði samt að hætta á nokkrum stöðum en Einar og pabbi hvöttu mig áfram og hjálpuðu mér þegar ég öskraði „hjálp!“ og hlýddu mér þegar ég öskraði „ekki fara hratt, ég er svo lofthrædd!“. Bara einu sinni settist ég niður og neitaði að fara lengra en þá fundum við okkur betri leið upp. Svo, þegar kom að efsta klettinum, þá ætlaði ég sko ekki lengra, og gaurarnir voru held ég hættir að nenna að hvetja mig áfram, en þá birtist bara einhver ókunnugur maður eins og álfur út úr hól og bara skipaði mér að halda áfram. Og ég þorði ekki annað en að hlýða þessum ókunnuga manni sem Einar sagði mér reyndar að væri þekktur maður. En ég þekkti hann ekki. Ég held að ég hafi ekki dottið nema svona tvisvar á bossann. Vel af sér vikið, ekki satt?

Þetta var reyndar bara lítið fjall en það er aukaatriði.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða litla fjall?

Regnhlif sagði...

Vífilsfell

Fríða sagði...

Það held ég að sé bara fínt fjall. Líst vel á þetta. Einhverntíma kem ég með held ég barasta.

Regnhlif sagði...

Þú pabbi gætuð örugglega hlaupið þarna upp a.m.k. tvisvar á meðan ég skriði þetta hehe:)

Nafnlaus sagði...

Mjög dugleg.

Hvaða fjall er næst á dagskrá?

Kannski við vinnufamilían ættum að ganga á fjall einhvern tíma. Gyða getur farið 40 ferðir upp og niður á meðan við sniglumst áfram. Veit ekki hversu frá á fæti Kristín er. Giska á nokkuð frá.

Annars er ég ekkert í svoooo lélegu formi sko.

dr

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú mjög dugleg að hafa farið þetta!

Vei! tek undir með síðasta ræðumanni! Við getum rölt upp að steini á Esjunni með nesti og kakó, allt á mjög löglegum hraða að sjálfsögðu.

:)

Nafnlaus sagði...

Ég er til í svoleiðis!

Regnhlif sagði...

já, ég er líka til í svoleiðis. En ég er í SVOOOOO lélegu formi sko. Í alvöru, þið mynduð ekki trúa því. En já.

Nafnlaus sagði...

Þú ert sko mega dugleg hlíbba!! Tótallí ! URRRRRRR!!

/Gerpur

Regnhlif sagði...

Harka! urrrrr!

Nafnlaus sagði...

Játs maður! Nú verður sko bloggheimur tekinn með STORMI OG STÓRRHRÍÐ! :)

Gerður

Regnhlif sagði...

já, líst mér á!

Mér finnst annars Gerpur mjög flott nafn:)

Nafnlaus sagði...

Hahahaha já kannski ætti ég að taka það upp. Sem höfundarnefni :)