fimmtudagur, júlí 24, 2008

805.færsla. geng

Hvað gengur á hérna sko? Ég var aftur dregin á fjall! Þetta er alveg bara crazy.is fjallgöngusumarið mikla . Alveg bara þri-svar. Í þetta skiptið var það vinnufamilían sem dró mig með. Upp í Esju. Ég segi upp Í, af því að við fórum ekki alveg upp Á. Það kom þoka og klukkan var orðin margt svo við ákváðum að láta gott heita og drekka kakó í stað þess að hætta lífi og limum að óþörfu í háskalegu skyggni.

Ég er þreytt í dag. Steinþreytt. Og ég er sko hætt.is að drekka kaffi. Og er í nammibindindi annan hvern dag. Í dag er bindindisdagur. En ég man ekki alveg hvort ég skilgreindi kók með sem nammi. Hm. Kannski má ég fá mér kók ef ég verð að deyja úr syfju. Kannski ekki. Það er erfitt að segja. Fæ mér allavega te í kaffinu.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú mátt fá þér kók. Alltaf.

Regnhlif sagði...

Ah, ok. Takk fyrir að koma þessu á hreint:)

Nafnlaus sagði...

Ah þú ert svo fyndin! :)
Mér finnst ekki gott að drekka kók. Drakk hálfan l í gær og ooj bara.
Af hverju ertu hætt að drekka kaffi? Gáfuðustu vinkonur mínar sögðu mér að maður gæti ekki verið goður og samviskusamur nemandi ef maður drykki ekki kaffi. Þær voru samt að stríða, því ég drekk ekki kaffi. Þetta kannski skilst ekki.

Regnhlif sagði...

Einu sinni fannst mér kók ekkert sérstakt, fór ekki að drekka kók að ráði fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst annars alltaf appelsín betra:)

Ég er hætt að drekka kaffi af því að það fer svo illa í magann á mér. Annars finnst mér kaffi gott (nema stundum vont) og gott að fá sér það ef maður er þreyttur og á erfitt með að einbeita sér við lærdóm... Mér fannst lítið mál að hætta, en ég sakna þess að geta fengið mér kaffi til þess að hressa mig við. Get fengið mér koffínte (sem fer ágætlega í mig) en mér finnst það ekki alveg eins hressandi. Eða kók, en ég vil samt ekki vera að drekka þessa sykurleðju sýknt og heilagt þó mér finnist reyndar kók rosa hressandi.

Nafnlaus sagði...

sko. þeir sem fóru á/í Esjuna í gær mega fá sér kók í dag. Þeir sem fóru naktir (sbr. fréttin á visir.is í dag) þeir mega fá sér hvað sem þeir vilja. Kók og nammi og allt.

Nafnlaus sagði...

Ég er ísþreytt. Man ekki hvort ég hef einhvern tíma verið steinþreytt. Það er bara allt ómögulegt í dag: mér of heitt, vatnið of kalt (Er þetta ekki örugglega með einu l-i Hlíf? Eða er þetta svona 'drekka með einu k-i' dæmi enn einu sinni)og mér er hræðilega illt eftir nálastungurnar í öxlunum.

Mig langar í súkkulaði.

SÚKKULAÐI!!!

drrrrr

Nafnlaus sagði...

Ég meina mér er hræðilega illt í öxlunum eftir nálastungurnar. Ég er hvorki talandi né skrifandi.

Ég er að hugsa um að snúa mér alfarið að eldamennsku og gerast kokkur.

Feitur kokkur!!!

dr

Regnhlif sagði...

Hahaha: greyið nakti göngumaðurinn. Vissi hann ekki að maður á annað hvort að vera klæddur frá toppi til táar í Cintamani eða Rúmfatalagersdress þegar maður fer á Esjuna?

Díana: Er ekki Hlíf með ÞREMUR l-um? Ég hélt það...
fáðuðér bara súkkulaði... þú ert ekki í bindindi. Auk þess sem þér er illt í öxlunum, hnjánum og geislar frá þér hita, svo þú átt örugglega súkkulaði skilið

Regnhlif sagði...

Vó ég misskildi. Hélt þú værir að meina hvort Hlíf væri með einu l-i. Nei: kalt er örugglega með þremur l-um. Nei-ok. Lélegur brandari. En aldrei framar spyrja mig að því hvernig eitthvað á að vera, ég svara ALLTAF vitlaust.

Nafnlaus sagði...

Ég vorkenni þér ekki þar sem mér er örugglega hundrað sinnum heitara en þér. Nálastungukonan sagði að þetta myndi líklega jafna sig en annars væri ég bara svona heitfeng. Eða sko hún gerði mig svona, örvaði blóðflæðið.

Ég vil bara ekki að fólk tali um mig svona: 'Æ, þú veist. Díana. Sveitta stelpan'

Ok. Ég vorkenni þér pínu. Að vera svona heitt.

Aldrei að segja aldrei Hlíf.

dr

Nafnlaus sagði...

Sko, ég held að ástæðan fyrir því að „þeir“ leita að nöktum manni sé sú að hann klæddi sig úr cintamaniinu.

Nafnlaus sagði...

Hvurnig er það, ætli hún sé enn á fjöllum?