föstudagur, ágúst 01, 2008

806.færsla. blogg segið þið...

ég hef bara verið eitthvað buzy.

Í fyrradag átti kæró afmæli. Þá var sko aldeilis dagskrá. Byrjaði á smá morgunveislu, svo unnum við, hoppuðum í sturtu og fórum út að borða. Á Hereford steikhús... og ég verð að segja að ég var einstaklega ánægð með matinn þar. Ég fékk mér svona nauta carpaccio(kann ekki að skrifa) í forrétt, sem var gott en kannski ekkert það besta í heimi. Einar fékk sér hins vegar snigla, sem voru ótrúlega góðir. Ég smakkaði sko bara einn bita, hef aldrei þorað að smakka snigla áður, en þetta fannst mér virkilega gott. Svo fengum við okkur nautalundir í aðalrétt sem voru, að mínu mati, alveg einstaklega góðar, ótrúlega passlega eldaðar og allt meðlætið gott. Og rauðvínið sem Einar fékk (ég var driver) var alveg himneskt... besta rauðvín sem ég hef smakkað held ég. Smakkaði náttúrlega bara 2-3 sopa (ég var driver). Og mjög góð þjónusta sem við fengum. Svo sakaði ekki heldur að við vorum með 2 fyrir 1 svo þetta var á mjög viðráðanlegu verði þegar allt kom til alls:)

Og svo brunuðum við heim til að undirbúa afmælisveisluna, en Einar var búinn að bjóða "bara örfáuum vinum"- að hans mati, sem voru "mjög margir vinir"- að mínu mati, miðað við fermetrafjölda í stúdíóíbúðinni okkar, í afmæliskaffi. Það var svaka stuð og sannast hið forkveðna: þröngt mega sáttir sitja.

Í gær fór ég svo í saumó. Oh, það er alltaf svooo gaman að hitta þessar stelpur. Frábærlega skemmtilegur bekkur sem maður lenti í:) Og alltaf gaman að rifja upp sögur af kennurunum... þegar frönskukennarinn virtist ætla að berja mig og Guðbjört skilaði auðu á prófinu í mótmælaskyni, þegar fólki ofbauð framkoma þýskukennaranna og fékk að vera utanskóla í þýsku, stærðfræðikennarinn sem byrjaði veturinn á því að tilkynna bekknum að samanlögð greindarvísitala allra í bekknum næði ekki að jafnast á við greindarvísitölu hans sjálfs, þegar íslenskukennarinn mætti með míkrófón og talaði í hann af því að hann var hás, ...

og nú er ég hætt... aldeilis... og held áfram að vinna/læra. Góða verslunarmannahelgi!

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála sammála sammála - ótrúlega gaman í saumó í gær!

Nafnlaus sagði...

og til hamingju með kæró:)

Nafnlaus sagði...

Þýskukennarinn minn notaði oft mikrafón. Eða það var allavega einhver kennari sem gerði það. Það var eiginlega alveg óþolandi, því hann talaði þá bara svona venjulega og ekkert hátt, og þá gátum við einhvern veginn ekki talað saman, heldur urðum að fylgjast með allan tímann...

Solla sagði...

hvaða uppreisnarseggur var þetta sem mótmælti með því að vera utanskóla þýsku? ekki vil ég kannast við að þekkja svona fólk !


Kaldhæðni örlaganna: þessi manneskja er búin að vera búsett í Þýskalandi sl. 6 ár... ;) eins gott að hún var utanskóla í 5.bekk, hver veit nema ákveðinn kennari hefði bara tekist að drepa algjörlega þann litla áhuga sem viðkomandi hafði á þýskri tungu :)))

Solla sagði...

uhh... ég biðst afsökunar á málfræðivillunum. 6 ára búseta í útlöndum fer ekki vel með mann...

Nafnlaus sagði...

Ein bloggfærsla á meðan ég var viku í sumarbústað? Ég skrifaði sko rigerð á meðan og er að fara að setja hana inn á eftir.

Svo er Gyða ekki heldur búin að blogga. Er hún enn í þessum boltaleik þarna? Og ég man ekki slóðina á síðuna hennar Kristínar.

Góða helgi annars og til hamingju Einar með afmælið!

Sjáumst að vörmu.

ps. ég er búin að ákveða að baka fyrir ykkur og koma með í heimsókn minni og rauðhauss (hauss?). Ertu ekki spennt?

Ég baka helst ekki.

dr

Nafnlaus sagði...

Ritgerð. Ekki rigerð.

sama

Regnhlif sagði...

Já, svei mér þá ... líf þessarar ónafngreindu manneskju væri örugglega öðruvísi ef þýskennaranum hefði tekist að drepa allan áhuga á þýsku...

Regnhlif sagði...

Dr: við vorum að kommenta á nákvæmlega sömu stundu.

Sko...maður ber sig ekki saman við þig í sambandi við blogg. Miklu hagstæðarar fyrir mig t.d. að bera mig saman við Gyðu, þá hef ég a.m.k. vinninginn ... hvað þá Kristínu.

Mér líst mjög vel á öll plön sem fela í sér bakstur og rauðhausinn fræga:)

(síðuna hennar Kristínar geturðu fundið í linkunum mínum... en nei, hún er ekki búin að blogga)

Regnhlif sagði...

og takk fyrir afmæliskveðjurnar til kærós... skal koma þeim á framfæri... hann les ekki bloggið mitt nógu oft.

Nafnlaus sagði...

Hrund les heldur aldrei mitt blogg. Ætli henni finnist ég tala of mikið? Og því óþarfi að lesa bullið í mér líka?

Ahhh. Klukkan er að verða tólf. Ég er að borða núðlusúpu og drekka perudjús. Ég er enn þá á skallanum. Ég djammaði einu sinni frá því í mars og þangað til einhvern tíma í júní. Ég er að bæta mér þann djammlausa tíma upp núna. Það er eiginlega frekar sársaukafullt.

Ætla núna að einbeita mér að Harry Potter í sjónvarpinu.

dr

Solla sagði...

Hvaða stærðfræðikennari var þetta annars? svo virðist sem allar minningar um stærðfræðikennara í MR (nema slánann sem kenndi okkur í 4. bekk og rak Guju út úr tíma fyrir að hlusta á tónlist og lesa nótur með) séu þurrkaðar út. Ég man meira að segja ekki hjá hverjum ég tók stúdentsprófið ! Ég held hreinlega að þetta sé svona trauma-gleymska. Vá... þegar ég hugsa um stærðfræði í MR virðist eitt MA verkefni pís off keik !

Nafnlaus sagði...

Takk, dr. Nafnlaus. Ég les bloggið víst oft. Eða ... víst les ég bloggið oft. Og víst ég er byrjaður ... Nei, djók.