807.færsla. lean on me
Hef svolitlar áhyggjur af því að ég hafi kannski sungið upp úr svefni í nótt. Mig dreymdi nefnilega svakalega raunverulegan draum þar sem ég söng hástöfum lagið "lean on me" og var alveg að rembast við að muna textann ... einstaka sinnum hef ég gert í alvörunni það sem mig hefur dreymt og ég hef einhvern veginn þannig tilfinningu fyrir þessum draumi. Spyr Einar að þessu þegar hann vaknar. Reyndar sefur hann frekar fast, hef hann grunaðan um að hafa sofið af sér stóran hluta af uppúrsvefnitali mínu, en einhvern vegin finnst mér það ólíklegt að hann hafi getað sofið vært ef ég hef allt í einu brostið í söng. Nema hann hafi verið að dreyma að ég væri að syngja vögguvísu fyrir sig. Það er alveg séns.
3 ummæli:
talandi um drauma, þá dreymdi mig þig núna í morgunsárið. ekkert merkilegt samt, nema að ég var á leið inn í gömlu blómaval og rakst á þig á leiðinni inn og ég hugsaði, mikið er hún með fallegar freknur.
ég er með freknur á heilanum og þú hlýtur bara að hafa bloggað um freknur nýlega.
er þetta kannski nett óviðeigandi ?
jú, ég bloggaði um freknur nýlega! :)
Ekkert óviðeigndi, neineinei.
Ég talaði mikið upp úr svefni um daginn þegar að Ástralski sófasörfarinn var hjá mér. Sem betrur fer var ég að tala á íslensku svo að hann skildi ekki neitt en honum fannst þetta alveg jafn fyndið fyrir því. Mér finnst þetta upp úr svefni tal algjör óþarfi, eins og maður geri sig ekki að nógu miklu fífli þegar að maður er vakandi!
Skrifa ummæli