809.færsla.
Ef einhver starði á mig í Bónus í gær þá var það örugglega út af beltinu sem ég var með um mittið, óspennt, svo það hékk laust niður á hné hjá mér. Þetta uppgötvaði ég þegar ég setti pokana í bílinn. Ég er svo mikill klaufi.
Einhverra hluta vegna svaf ég á Einars hluta af rúminu í nótt. Ég skil ekki af hverju því að ég fór að sofa mín megin, man ég. Mig rámar bara í að hafa spurt Einar hvort honum væri ekki sama þegar hann kom upp í, en svo fengið bakþanka nokkrum sekúndum seinna og hugsað að við yrðum líklega allt of rugluð þegar við vöknuðum svona vitleysu megin. Svaf nú samt bara áfram og var ekkert ruglaðari en venjulega þegar ég vaknaði.
Einstaka sinnum hef ég vaknað öfugu megin í rúminu: með hausinn til fóta. Það finnst mér alltaf jafn skrítið. Nema einu sinni, þá var svo mikil skítafýla haus megin að ég sneri hausnum fótamegin til að geta sofið, enda kom í ljós að einhver [hálfviti] hafði skitið á gluggann minn. OJJJJJ. Úff, fegin að búa ekki lengur í kjallara. Það getur enginn skitið á gluggann minn núna, nema fuglinn fljúgandi. Oh af hverju var ég að rifja þessa ógeðslega viðbjóðslegu skítasögu upp núna?
9 ummæli:
Hvaða hvaða, þú ert enginn klaufi, mér skilst að þetta sé nýjasta nýtt á Íslandi, allar svölu forsetafrúrnar eru að gera það:
http://visir.is/article/20080801/FRETTIR01/422957965&SearchID=73326156434817
Heyrðu, já... þetta er eitthvað trend!
úff... ojojoj... ullabarasta! fegin að ég bý ekki í kjallara! Hvusslags ógeðisdurgur hefur þetta verið?!
Ég á mína ákveðnu hlið í mínu rúmi en skipti reglulega um. Þetta ruglar aumingja Nonna svolítið í ríminu og nú veit hann aldrei hvoru megin hann má vera greyið.
Haha, já, þetta getur verið ruglandi. Áður en ég byrjaði með Einari var ég náttúrulega vön því að dreif úr mér þvert yfir rúmið, enda búin að sofa ein í hjónarúmi frá því ég var 14 eða eitthvað. Reyndar ekki síðustu árin, þá var ég bara 120 cm breiðu rúmi.
Þetta með hjónarúmið er kunnulegt vandamál ;) ég sef alltaf verr þegar ég sef ekki mín megin, enda maðurinn dálítið duglegur að breiða úr sér og ég er þá á brúninni alla nóttina.
Ekki bý ég í kjallara en það er iðullega skitið í gluggann hjá mér - karmurinn úti virðist vera kamar fyrir ALLA fugla hverfisins. Mjög undarlega mál ... oft lít ég út um gluggann sé skítandi þresti. Samt betra en skítandi mannfólk... ;)
Ó sjitt.
hahahahahahaha
Ég sef ekki sömu megin í rúminu núna og ég gerði þegar ég var alltaf ein í því. Jú, bíddu. Víst geri ég það.
Ok, þá get ég ekkert skrifað það sem ég ætlaði að skrifa.
Annars reyndi ég að sofa á báðum hliðum þegar ég var ein svo dýnan eyddist jafnt. Það gekk ekki vel.
Þegar við Hrund ferðumst og sofum í öðrum rúmum en okkar þá sofum við allavega. Ég reyni oftast að vera fyrir innan (sem mér finnst bara stundum gott, verð að geta hreyft mig almennilega)í öðrum rúmum svo að það sé auðveldara fyrir Hrund að standa upp á morgnana þegar Rakel vaknar og þarf að pissa. Ef ég er innikróuð neyðist hún til að fara á fætur. Hahaha
Ég held að hún sé ekki enn búin að fatta þetta trix mitt.
Sjáumst bráðum, dr
Þetta er rosa gott trix hjá þér.
Ég hef alltaf viljað vera fyrir utan í rúmum, (og þrátt fyrir að vera tiltölulega ný í sambandaheiminum, þá hef ég heilmikla reynslu í þessu því að í mörg ár kom alltaf a.m.k. ein vinkona mín heim með mér af djamminu, Auður átti hlið í rúminu mínu:)) til þess að eiga auðveldara með að komast á klóið án þess að vekja hina manneskjuna. Sem er mjög fyndið, af því að ég fer svo að segja ALDREI á klósettið á nóttunni.
Þess vegna var ég utanmegin í rúminu hans Einars lengi vel, en við erum nýbúin að skipta, ég áttaði mig á því að ég þarf ekkert að vera utanmegin til þess að komast á klóið því ég fer aldrei á klóið. Svo finnst mér svolítið huggulegt að vera fyrir innan, það er meira svona kósí.
Skrifa ummæli