sunnudagur, ágúst 17, 2008

814. felublogg

Best að blogga bara strax aftur til þess að fela hina færsluna.

Hjólið mitt er bilað. Það er slæmt. Mig sem dreymdi um að þessi fjólublái fákur, sem ég keypti á 12000 (fermingarpeninar) þegar ég var fjórtán, myndi endast mér út ævina. Hann hefur reyndar aðeins slasað sig í gegnum árin, en er samt í furðu góðu formi. Lýsti sjúkdómseinkennum fyrir pabba og hann segir að þetta sé alvarlegt. Obbs.

Þarf ég þá að fara að labba í vinnuna?

Slysaðist til að horfa á Patch Adams. Fannst hún nokkuð góð bara. Þó var mér nokkuð órótt, því allan tímann var ég að reyna að muna hvort ég hefði séð þessa mynd áður. Hef það sterklega á tilfinningunni. Samt man ég engan veginn eftir því, og hélt alls ekki að ég hefði séð hana þegar ég heyrði dagskrárkynninguna. Óttast æ meir að ég sé með einhverja heilabilun í minnisstöðvunum. Þetta getur ekki verið eðlilegt. Ég meina: sá ég myndina eða ekki? Ég hef ekki hugmynd um það. Finnst þetta alveg 50-50.

Hef líka mjög miklar áhyggjur af heyrninni í mér. Mér er alltaf að misheyrast þessa dagana. T.d. um daginn þá vorum við að tala um danska sjónvarpsþáttinn Önnu Phil, og Díana sagðist hafa séð stutt brot úr honum um daginn en var bara "Er þetta klám?.. nei, þetta er ekki klám, eða jú, þetta er klám". Ég hélt að Díana væri einhver ótrúlegur siðapostuli og sæi klám í hverju horni, því ekki man ég til þess að Anna Phil sé vitundarögn klámfengin. Loksins áttaði ég mig á því að í öll þau skipti sem ég hélt að Díana hefði sagt "klám" þá sagði hún í raun og veru "Klovn". Döhhh

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha :) Já sko ég hef líka lent í þessu. Horft á mynd og ekki munað hvort ég hafi verið búin að sjá hana. Það er reyndar kannski af því að ég fylgist oft svo lítið með hvað er að gerast.

Nafnlaus sagði...

Ég eeeer siðapostuli og hef einmitt verið að hugsa um að eiga við þig nokkur vel valin orð. Þú gengur alveg fram af mér.

Neeeeei, grín.

Gettu hver (og ef þú getur ekki upp á því er kannski einhver bilun þarna uppi.)

Regnhlif sagði...

ég fylgist alveg vel með (stundum a.m.k.) en samt man ég ekkert:)

Regnhlif sagði...

Ég veit alveg hver þú ert, sessunautur. Við höfum greinilega verið að kommenta á sama tíma.