sunnudagur, ágúst 17, 2008

815.færsla.

úff ég er svo stressuð.

Ástæða stressins er sú að eftir viku fer ég til Danmerkur á ráðstefnu þar sem ég þarf sjálf að halda fyrirlestur. Á útlensku. Ensku reyndar, en ekki dönsku (annars yrði þetta mjög fyndinn fyrirlestur). Og ég á eftir að gera svo mikið. SJITT. Mig langar svo innilega ekki að standa þarna og gera mig að fífli. Mín versta martröð væri að fá erfiða spurningu sem ég myndi ekki skilja eða alls ekki geta svarað á ensku og fara að grenja fyrir framan alla úr frústrasjón.

Það væri samt svolítið fyndið, reyndar:)

Neinei. Ég ætla ekki að fara að grenja. Anda inn, anda út.

Í vor talaði ég um að þetta yrði aðskilnaðar sumarið mikla. Í byrjun leit út fyrir að Einar myndi fara þrisvar til útlanda (ef við teljum ferð í apríl með;)) án mín og ég einu sinni án hans. Síðan reyndar ákváðum við að ég færi með í eina ferðina, svo aðskilnaðurinn átti að minnka aðeins. En svo bættist við ein utanlandsferð (þ.e. á ráðstefnuna fyrrnefndu)fyrir mig og því höfum við Einar farið samtals í sex utanlandsferðir frá því í apríl. Ansi mikið. En því miður höfum við í staðinn ekki mátt vera að því að ferðast neitt um Ísland. Fyrir utan það að við skruppum í sumarbústað á Snæfellsnesi. Í fyrrasumar fórum við hins vegar "bara" tvisvar til útlanda en ferðuðust líka svolítið mikið um Ísland: Fórum á Vestfirðina, í Mývatnssveit, Þórsmörk og í bústað á Bifröst.

Eftir ráðstefnuna fæ ég svo einn og hálfan sólarhring, eða svo, í kóngsins Köben þar sem ég fæ að njóta gestrisni Ástu og Halls í nýju íbúðinni þeirra. Andsk. hvað gengið er óhagstætt, annars hefði ég byrgt mig upp af vetrarfötum í H&M. Fyrir utan það að pyngjan er eins létt og anorexíusjúklingur (ólíkt eigandanum).

Svo, þegar ég kem heim frá DK, þá tekur ekki minna stress við því að þá byrja ég að kenna í Íslensku fyrir erlenda stúdenta. Kenni tveimur hópum tal og framburð. Ég verð að játa að þó að ég sé stressuð fyrir þessu, þá hlakka ég líka svolítið til. Þetta verður athyglisvert. Ekki amalegt heldur að vera bara orðinn háskólakennari. Hoho.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh, þú ert svo ógisslega fullorðin Hlíf!

dr

Nafnlaus sagði...

Hahah :) Ég sko hló einu sinni þegar ég las færsluna ekki síðast samt. Það virkar kannski bara soldið þannig. Sem er jú samt líka í lagi. Er þessi fyrirlestur fyrir alla? Ég verð í Danmörku á þessum tíma :) Reyndar á Jótlandi samt...

Regnhlif sagði...

Haha. Þú mættir alveg hlæja að þessu síðasta sko ef þú vildir.

En fyrirlesturinn verður nálægt Sönderborg. Þú ert örugglega velkomin... haha. En þetta verður örugglega frekar leiðinlegt:)

Nafnlaus sagði...

Hehe jaaá, en það væri bara skemmtilegt og fyndið að sjá þig halda fyrirlestur í Danmörku :)

Nafnlaus sagði...

Það er afar sjaldgæft að mér finnist grenj fyndið.

Nafnlaus sagði...

ég myndi samt kaupa mér föt... Af því bara! :)

Regnhlif sagði...

Já ég ætla að kaupa mér föt... af því að ekki get ég verið nakin.

Mér finnst grenj stundum fyndið, aðallega samt þegar fólk fer að grenja á kveðjustundum. Það finnst mér alltaf sprenghlægilegt, en það finnst fólki oft svolítið móðgandi.