825.færsla. Virðuleg kennslukona
hahahahaha. hahaaha
Jæja, nú er ég orðin kennari. Búin að kenna fyrsta tímann. Gekk bara ágætlega, lýst bara vel á þetta allt saman.
Hafði hugsað pínu út í það hvernig ég ætti að fara klædd. Fór loks í nýjar gallabuxur sem ég hafði aldrei notað áður og nýja peysu sömuleiðis. Og var við í síðu kennslukonuvetrarpeysunni minni. Fannst mér þetta nokkuð viðurðulegra en hettupeysu-casúal-átfittið sem ég er annars í öllum stundum, (þrátt fyrir gallabuxurnar ... það er ekki eins og ég geti mætt í DRAGT eða eitthvað).
Þangað til ég kom úr sturtunni áðan og ætlaði aftur í buxurnar. Sá eitthvað skærappelsínugult. Kom í ljós að aftan á miðju lærinu var STÓR APPELSÍNUGULUR miði sem sýndi snið og tegund buxnanna. Og þetta gekk ég með um allt, og þóttist vera virðuleg kennslukona. AHAHAHAHA.
Hver annar en ég gerir svona lagað?
9 ummæli:
Hahaha þetta er svona heimilislegt og gott:)
Ég. Og margt fleira lúðalegt líka. Eins og á föstudaginn, rétt áður en þið Einar keyrðuð fram hjá mér. Ég var að tala við eitthvað fólk og hélt á taupoka með bókum. Ég ætlaði svo svona casually að slengja pokanum yfir öxlina en það tókst ekki alveg. Ég bara henti honum yfir öxlina. Og hann datt ofan í risa drullupoll sem í flutu margir sígarettustubbar.
Í pokanum var pennaveskið mitt, stílabókin og þrjár nýjar spænskubækur.
Á leiðinni heim í strætó sat ég með þetta allt plús veskið mitt í fanginu og samankuðlaðan rennblautan taupokann mér við hlið.
Ég lyktaði eins og öskubakki. Ég sem er hætt að reykja.
dr
virdulega kennslukona, ég sakna thín. Vil fá ad heyra svona sögur í eigin persónu!
Elsku hlíbba min þessi appelsínuguli miði er akkúrat MJÖG kennaralegur!! Þú ert alveg greinilega tákngerfingur viðutan háskólaprófessorsins! ;)
Dí: ég held þú sért næstum því jafn klaufsk og stundum...
Aub: söknuður líka á þessum enda. Fram á föstudag er samt mikið stress á þessum enda. Held ég geti engan hitt... nema hugsanlega ef ég gef mér tíma í rækt.
Hahahaaha, já, Gebbó, rétt.
Hún bróðurdóttir mín viðutan prófessorinn :)
Hahahah :)
hahahah þú veist eflaust að ég er engu betur, og sérstaklega ekki þessa dagana.
Ég gat nú ekki annað en hlegið að þessu, sá þetta alveg fyrir mér, sérstaklega auðvelt að setja þetta inn í umhverfið sem ég er í núna þegar ég var að lesa þetta.
Er í íslensku tíma ;)
Best að fara að hlusta á kennarann
Bestu kveðjur
Þorbjörg frænka
Skrifa ummæli