mánudagur, september 08, 2008

826.færsla. þreytt

Ég er svo þreytt.
Ég þarf að klára svolítið fyrir föstudaginn en ég sé ekki að það sé mögulega að fara að gerast. Þetta er svolítið svona „allt eða ekkert“ dagsetning. Ég myndi vaka og vaka og vinna og vinna fram á föstudaginn, en ég get það ekki út af kennslunni. Verð að vera sæmilega sofin og svona. Og svo þarf ég náttúrulega að undirbúa kennsluna. Og þar sem ég er ný í þessum geira (þrátt fyrir að hafa aðeins þreyfað á þessu í aðstoðarkennslu og afleysingum) þá verð ég, geðheilsu minnar vegna, að vera sæmilega undirbúin. Þetta er samt mjög vel viðráðanlegt námskeið, þarf ekki að undirbúa mig marga marga klukkutíma á dag eins og raunin var þegar ég kenndi bókmenntir einn mánuð í MR. En eníhú. Er svolítið taugatrekkt yfir þessu og þessu fyrir föstudaginn. Get ekki einbeitt mér að fleiru en einu í einu. Svo bý ég náttúrulega með manni sem er að gera nákvæmlega það sama og ég (nema ég kenni tveimur hópum en hann einum) og hann virðist alltaf vera svo miklu duglegri en ég. Kannski bara af því að hann stressar sig ekki jafnmikið og ég. Er samt alltaf að reyna að vera ekki svona stressuð. Og ég er það ekkert alltaf. T.d. finnst mér ég höndla þessa kennslu með miklu jafnaðargeði núna. Hef ekkert þurft að hringja grenjandi í mömmu og pabba, so far. En hvað um það, var að fá borð á framhaldsnema lessvæði í Gimli. Ahhh... fínasti lúxús get ég sagt ykkur, stórt borð, glænýr og massífur skrifborðstóll, læstar hirslur og bókahillur. Kæró er líka búinn að fá borð þarna (við sitjum samt ekki hlið við hlið;)) og nú held ég að málið sé bara að flytja allar skólabækur þangað, sitja þar sveitt fullan vinnudag eða rúmlega það, og vera svo bara í fríi inn á milli. Líta bara á þetta sem vinnu. Það mun líka létta heilmikið andrúmsloftið í litlu íbúðinni okkar að losna við slatta af bókum:) Já. Held þetta sé málið. Sjitt hvað ég er þreytt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú getur þetta eins og allt annað :)

dr

Nafnlaus sagði...

Mmmm... öfund á stóra borðið og stólinn! Og áfram Hlíf! Júkandúit :)

Nafnlaus sagði...

Til lukku með borðið!