827.færsla. Geisp
Sjitt. God. Úff. Ég er svo svefndrukkin. Vá maður. Get hvorki hugsað né hreyft puttana. Er búin að gera 7000 innsláttarvillur hingað til.
Sko. Þarf að kenna tvisvar í viku kl. 8 og tvo aðra daga þarf Ein að kenna kl. 8 svo ég tók þá ákvörðun að fara bara snemma að sofa alla daga, og vakna alltaf fyrir eða klukkan 8, hvort sem ég þarf þess eða ekki. Og það hefur gengið bara vel. Fyrir utan það að ég hef neyðst til þess að leggja mig alltaf smá á hverjum degi. En það er svo sem ekkert nýtt: nær alla ævi mína hef ég lagt mig á hverjum degi. Nema núna kannski síðasta árið eða svo ... ég hef ekki þurft þess af því að ég hef sofið svo lengi fram eftir. Og svo núna þegar ég fer aftur að leggja mig þá GET ég bara EKKI vaknað aftur eftir dúrinn. Líður bara eins og ég sé á róandi lyfjum. Án þess að vita beinlínis hvernig það er að vera á róandi lyfjum. En það hlýtur bara að vera svona. Nákvæmlega svona. Sjitt.
Er að hugsa um að fá mér kaffi. Þó ég sé hætt að drekka kaffi.
Ó mæ gaad hvað þetta er leiðinleg færsla. Óóógjó.
2 ummæli:
Sko við frænkur erum þá bara ekki með innbyggða klukku sem gerir ráð fyrir að sólarhringurinn sé ein lota heldur tvær. Ég hef vitað það lengi hvað mig varðar.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég legg mig ekki á daginn. Mér líður nákvæmlega eins og ég sé á róandi lyfjum þegar ég vakna. Og ég hef alveg fengið valíum í æð sko.
Æ, ég legg mig samt alveg stundum ef ég hef tíma. En ég er mjög úrill þegar ég vakna.
dr
Skrifa ummæli