miðvikudagur, september 17, 2008

830. klukk

Ég var klukkuð
(?)Ég var klukkuð af Þóru USA
*Það var klukkuð ég
*?Það var klukkað mig
*Það var klukkað mig af Þóru USA

(Sorrý)

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Kennt úglendingum ísglenskan framburð og samræðu"list"
Verið aðstoðarkennari í málfræðikúrsum
Kennt í afleysingum íslensku í Menntaskólanum
Unnið á leikskóla

(Hvað er málið!? Ég ætlaði EKKI að verða kennari?)

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Oh. Þetta er alltaf svo hallærislegt hjá mér
Love actually
Billy Elliot
Little Miss Sunshine
Clueless

(OK. Ég er of hugmyndasnauð)

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Nafli alheimsins (Kópavogur)
Paradís á jörð (Salamanca)
Te quiero Madrid (Madrid)
Í sambúð (núverandi bústaður)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Anna Phil
Klovn :) (get samt oft ekki horft, fer svo hjá mér)
BIGGEST LOOOOSER
Americas next top model

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

(Í sumar):
Edinborro
Fuengirola (Espain)
Sandbjerg (Denmark)
Flensborg (Tyskland. Vúhú, nýtt land)


Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):facebook
mbl
webmail.hi.is
gmail.com

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
popp
lakkrís
mango chutney
avókado

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Aðallega barnabækur...
Elíasarbækurnar
Bróðir minn Ljónshjarta
Forboðna borgin
Við Urðarbrunn/Nornadómur
(Alveg kominn tíma á þær síðastnefndu... þarf að rifja upp kynni mín við hana Korku:) Örugglega 99% af stelpum á mínum aldri elskuðu hana. Hún er eins og viðkunnalegri Hallgerður)

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Salamanca
Madríd
Tæland (langar, samt ekki á meðan það eru einhverjar óeirðir, eru þær búnar?)
Í baði. (langar svo í baðker. Á einhver litla plastsundlaug til að blása upp? Ég er viss um að ég gæti komið henni fyrir inni á baði og notað sem bað? Ekki henda henni: gefa mér!)

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Díana
Gebba
Solla (já já bara þið báðar)
María

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fáðu þér stóóóran bala Hlíf mín. Farðu í verkfæra- eða byggingavörubúð og kauptu stóran dall eins og bændur nota stundum til að brynna og þess háttar. Viss um að þú kemst ofan í svoleiðis. Hengja svo bara upp á vegg þá sjaldan þú ert ekki ofan í.

Nafnlaus sagði...

Klukketíklukk.

Reyni að gera þetta við fyrsta tækifæri. Er að drukkna í lærdómi. Samt búin að:
-lesa smásögu í spænsku
-lesa pínu fyrir Strauma og stefnur
-horfa á spænska heimildarmynd og svara spurningum úr henni (sjitt hvað það tók langan tíma)

Ég er líka búin að hringja mikilvæg símtöl, borða tvær brauðsneiðar og blogga. Annars hef ég ekkert sóað neinum tíma og klukkan er orðin hálf þrjú. Og aðeins meira en það.

Ég á eftir að
-klára að lesa fyrir Strauma og stefnur
-sækja Rakel
-baða Rakel
-elda
-vaska upp
-fara í afró
-lesa í Frankenstein.

Ok. Þá er ég búin að skrifa það sem ég er að hugsa í kommentakerfið hjá þér eins og ég geri hjá sjálfri mér.

Verð að lesa núna spænska skáldsögu fyrir latinobókmenntir. Búin að lesa hálfa blaðsíðu og skildi ekki neitt. Nada.

En ekki meiri vitleysu. Spænska ó svo fagra bíður mín.

dr

Regnhlif sagði...

Ella. Já, hef velt þessum möguleika fyrir mér, en vandinn er að ég hef eiginlega engan stað til að geyma stóran bala. Góð hugmynd reyndar að hengja hann upp á vegg. Hm. Stór bali upp á vegg inni í stofu? Þarf að íhuga þetta:)

Díana: hættu að vera alltaf svona samviskusöm:)

Regnhlif sagði...

Ella. Já, hef velt þessum möguleika fyrir mér, en vandinn er að ég hef eiginlega engan stað til að geyma stóran bala. Góð hugmynd reyndar að hengja hann upp á vegg. Hm. Stór bali upp á vegg inni í stofu? Þarf að íhuga þetta:)

Díana: hættu að vera alltaf svona samviskusöm:)

Regnhlif sagði...

æ. hvur andskotinn.

Nafnlaus sagði...

No can do.

Hugsaðu bara um hlutina sem ég geri EKKI en ætti að gera. Eins og að taka til uppi á háalofti eða á náttborðinu mínu. Eða taka blómin úr vasanum á borðinu. Mér sýnist þau muni vera dauð. Svo vökva ég aldrei.

Mig vantar friggin ráðskonu. Ég er ekki að grínast.

dr

dr

Nafnlaus sagði...

Heyrðu. Ég held við séum orðnar eitthvað of stressaðar. Þú með tvöfaldar athugasemdir og ég með tvöfalda undirskrift.

Ég held líka stundum að ég sé með tvöfaldan persónuleika.

dr

Nafnlaus sagði...

Óttar er eða að minnsta kosti var með kajak uppi á vegg í stofunni og maður Kristrúnar vinkonu minnar í Japan er með eitthvað af sínum 6 eða 7 brimbrettum á veggjunum.

Regnhlif sagði...

fyrst þeir eru með áhugamálið sitt uppi á vegg, þá get líka alveg verið með mitt;)

asa sagði...

viltu plís klukka mig. mig vantar að blogga

Thora sagði...

ó mæ goood ég ELSKA við urðarbrunn!!!!