836.færsla. fjölmiðlabann
Æ. Mér varð það á að lesa mbl.is. Nú er ég aftur orðin svartsýn. Muna: ekki lesa/hlusta á/horfa á fréttir. Kastljós er einnig bannað.
Þetta er nú meira ruglið. Meira djöfs ruglið allt saman. Pínu móðguð út í bankana fyrir að færast svona mikið í fang. Það er auðvelt að láta sér ganga vel þegar er góðæri. Hugsaði enginn út í það hvað myndi gerast þegar tímarnir yrðu erfiðari? Góðæri endist aldrei að eilífu. Æ plöhh. Ætla að reyna að láta ekki eins og ég skilji þetta allt saman. Skil minnst. En veit samt að þetta væri ekki svona slæmt ef bankarnir væru ekki margfalt stærri en ríkið. Æ kann ekki rétt hugtök í sambandi við þetta. Plöhh.
Bjartsýni. Já: mér líður betur í þjóðfélagi þar sem fólk getur ekki eytt eins og vitleysingar. Mér er illa við flottræfilshátt og eignameting. Kannski verður núna breyting á. Kannski verður normið að vera nægjusamur. Skiljiði. Ekki að eiga flatskjá (sem allir eiga), dýr húsgögn, stóra jeppa, nýja bíla, geta stöðugt farið til útlanda (og ekki bara til Köben, heldur á fjarlægar slóðir). Mér finnst eins og öllum, meira að segja "fátækum" námsmönnum, hafi fundist þetta sjálfsögð réttindi. Og það hefur pirrað mig.
Með þessu vil ég ekki gera lítið úr þeim erfiðleikum sem margir eiga í núna. Fæ alveg hnút í magann af því að hugsa um alla þá sem eiga lán sem hafa hækkað upp úr öllu valdi, missa vinnuna og fleira. Vona bara að bjartari tímar séu framundan.
Æ, þessi færsla er orðin algjört kjaftæði. Ég sem ætlaði BARA að skrifa fyrstu efnisgreinina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli