miðvikudagur, nóvember 05, 2008

850. færsla. prjón

Ég er með prjón á heilanum!
Mig langar heim að prjóna. Hugsa ekki um neitt annað. Er ekki mjög góð að prjóna samt. Langar að prjóna peysu eða eitthvað svoleiðis. Kannski prófa ég eitthvað svoleiðis eftir jól.

Þegar ég prjóna vettlinga með sokkaprjónum þá eru prjónarnir sem ég er ekki að prjóna með alltaf að detta niður. Og þá verð ég alltaf rosalega pirruð. En ég er búin að finna lausnina: Maka smá kóki á prjónana, þá verða þeir svo stamir. Held samt ég verði bara að fara að fjárfesta í bambusprjónum. Mig grunar að þeir hrynji ekki svona auðveldlega.

Og svo er ég líka með jólin á heilanum. Held það sé kreppuflótti. Hlakka svo til!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kanntu að prjóna á hjóli?

Regnhlif sagði...

I wish!

Nafnlaus sagði...

Ég er líka með prjón á heilanum! Ég þrái ekkert meira en að hafa tíma til að prjóna!!
...og já, ég nota alltaf bambusprjóna, miklu þægilegra! Þeir eru léttari og renna einmitt ekki úr lykkjunum :)

Kristín Þ