föstudagur, nóvember 21, 2008

857.færsla. birgðakönnun

Stalst til að jólast smá í dag. Ólíkt svo mörgum sem segjast með stolti vera búnir að kaupa allar jólagjafirnar þá er ég að REYNA að klára þetta ekki allt strax. Tími því ekki sko, mér finnst svo gaman að jólast, og ég vil að það sé svona stígandi í þessu... ósköp lítið fyrst og svo alltof mikið rétt í endann. En sumsé. Er rosalega spennt fyrir þessi jól og ákvað að búa smá til jólakort í dag. Hætti við að hætta að senda jólakort, en ég ég ætlaði að hætta vegna þess að ég fæ aldrei nein kort. Jú, fékk held ég þrjú eða eitthvað í fyrra, (ok. kannski 7 eða eitthvað), flest frá fólki sem ég sendi ekki kort sjálf. úbbs. En já, varð svo móðguð yfir því að fá svona miklu færri kort en ég sendi sjálf að ég ætlaði að hætta. Þangað til að ég mundi að ég er ekki að gera þetta til að fá kort til baka, heldur af því að MIG langar að senda fólki kveðju, og mér finnst gaman að þessu stússi. Já, gott að muna þetta:)

En anyhow, þá ákvað ég sem sagt aðeins að athuga stöðuna á jólapappír, merkimiðum og pakkaböndum. Ég er nefnilega búin að vera að halda aftur af mér að kaupa svona dót vegna þess að í fyrra gekk ég alveg hreint af göflunum í innkaupum á jólainnpökkunardóti. Held ég hafi í fyrra talið 20 jólapappírsrúllur... sem er yfirdrifið í ljósi þess að ég gef bara sirka 20 gjafir.

En í ár sko, er ég bara búin að kaupa svona tvær rúllur eða eitthvað og sá að ég gæti jafnvel leyft mér að kaupa eins og eina í viðbót ... þó að ég eigi slatta. Mér sýndist ég líka eiga feikinóg af borðum og slaufum ... en svo ákvað ég að telja merkimiðana ... og komst að því að ég á hvorki meira né minna en 130 STYKKI af merkimiðum. HUNDRAÐ OG ÞRJÁTÍU. Það þýðir að þó að ég kaupi ekki svo mikið sem einn merkimiða í viðbót þá á ég nóg fyrir næstu 6 jólin.

Ég á nóg af merkimiðum þangað til ég verð þrjátíu og tveggja.

Pæliði í því.

5 ummæli:

Fríða sagði...

hahahaha!! Og ef þú værir eins og nafna þín og amma myndi þetta endast miklu lengur því hún (og ég reyndar líka) endurnýtir merkimiða :) Og nú á ég til dæmis merkimiðann sem var notaður á jólagjafirnar til mín þegar ég var lítil. Hengi hann á jólatréð.

En ég skil þetta vel með jólakortin. Mikið vildi ég hafa svona fína afsökun fyrir því að senda ekki jólakort. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að drífa í því að senda svona hundrað manns jólakort strax í nóvember og gera svo ráð fyrir því að þetta fólk verði svo forvitið að það tékki á því frá hverjum kortið er og nái því svo í tæka tíð að senda mér jólakort til baka. Þannig hlýtur maður að fá ein 70 jólakort eða eitthvað í þá áttina. Ég sendi (þátíð) tvö jólakort um tíma. Þær frænkur eru báðar dánar sem fengu þau. Það finnst mér líka ágæt afsökun fyrir því að senda ekki jólakort. Systkini mín eru eitthvað að þrjóskast við að senda mér kort þótt þau viti vel að ég sendi engin kort.

Fríða sagði...

Mér datt þú í hug þegar ég datt inn á þessa: http://www.knitkit.com/ síðu. Þarna eru geðveikar hugmyndir fyrir fátæka námsmenn.

Nafnlaus sagði...

Greinilega ekki hollt að fá kort frá Fríðu.
ella

Nafnlaus sagði...

Hljómar svo kósý. Mér finnst prófin yfirleitt gera jólaföstuna ekki svo mikið kósý. Við erum eiginlega búnar að kaupa alla gjafir, líka skjógjafir og búnar að baka eina tegund af smákökum. Ætlum að baka eina í viðbót og gera líka ólívúbollur og svo reynum við alltaf að koma inn í prógrammið piparkökugerð og skreytingu þeirra hjá mömmu sem og laufabrauðsútskurði. Núna er ég allavega búin "snemma",19. des. svo ég hef nokkra dag til að klára allt. Ætlum líka að reyna að halda upp á afmæli krílisins eftir það og svona. Ég sendi líka alltaf nokkur jólakort en gleymi því miður milli ára hverjum. Núna er ég samt með öll jólakort síðan í fyrra inni í skáp svo ég snuði engan.

Ok. Nú er ég orðin stressuð. Farin að skrifa ritgerð, tek einn dag í einu.

Takk fyrir síðast sæta fína,
dr

Nafnlaus sagði...

skógjafir og ólívubollur