858.djöfs
við Anton ákváðum um daginn að það gengi ekki að ég væri jákvæð á blogginu. Þetta er mikilvæg leið fyrir mig að losna við pirr og pirr. Ef ég stífla þessa leið þá brýst þetta bara út á einhvern annan hátt og það er ekki gott. þannig að nú segi ég djöfs helv andssk
Nú ætla ég að kvarta undan helv djöfs andsk mígreninu. Mér er farið að líða eins og ég ætti að vera á örorkubótum. Er búin að vera frá ansi marga daga núna upp á síðkastið. Ég get ekkert gert af viti þegar þetta er svona. Það mynduð þið ekki heldur geta ef þið hefðuð dansandi eldhnött fastan í auganu á ykkur og fengjuð um leið málstol. Fyrir utan skemmtileg einkenni eins og dúndrandi höfuðverk og ástæðulausan náladoða í annarri hendi, öðrum fæti og hálfu andlitinu (þar með talið hálfri vör, hálfri tungu og jafnvel niður í kok). Og þar að auki fara tilfinningarnar í klessu og ég verð álíka viðkvæm og postulínsdúkka. Þetta er óþolandi andskoti. Vonandi kemst ég til læknis fljótlega.
Hef stundum furðað mig á því að það skuli ekki fyrir löngu verið búin að finnast lækning á þessu í eitt skipti fyrir öll, því að svona fáránlega sérstök einkenni hljóta að geta gefið vísbendingar um hvað er á seyði. En svo fattaði ég ... mígreni er aðallega kvennasjúkdómur ....
En samt, ef maður leitar á netinu þá virðist nú heilmargt vera í gangi. Eiginlega of margt. Nokkrar matartegundir sem geta valdið mígreni:
alkohól
ostar
msg
unnar kjötvörur
aspartame
súkkulaði
mjólkurvörur
jarðhnetur
hveiti
sítursávextir
laukur
sýrður matur
þetta er bara smá af því sem ég hef séð. Ég kann bara ekki að forðast allan þennan mat... Og á hverjum degi borða ég liggur við allt þetta svo það er helv erfitt að finna út hvort eitthvað af þessu er sökudólgurinn.
Og þar fyrir utan getur þetta valdið mígreni:
sólarljós
lykt og ilmvötn
sígarettureykur
að sofa of mikið
að sofa of lítið
stress
blæðingar
Mér finnst þetta með litla og mikla svefninn svolítið fyndið... en jújú, ég get svosem alveg trúað því að reglulegur svefn hafi eitthvað með þetta að gera. Blæðingar er erfitt að forðast (nema maður verði bara óléttur sem ku vera besta meðal gegn mígreni, a.m.k. samkvæmt múttu), sem og alla lykt og sólarljós. Haha. Vampíra.
En jæja. Svo getur maður tekið magnesíum, B2, lýsi, hrossafífil, glitbrá og Q10.
Verst að ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er sumt af þessu.
Yfir og út.
Vildi bara koma því á framfæri að ég er ósátt við þetta.
Já og ég verð að bæta við að svo hjálpar víst bótox sumum. Hahahahahahaha. Heppilegt
14 ummæli:
Ferð bara með í bótox ferðina með vesengenginu :)
En ömó þetta mígreni! Eins og þú segir, fáránlegt að það sé ekki til lækning við þessu eins og það eru margir sem þjást af þessu.
PÚ á mígreni!
jáhehe, af læknisfræðilegum ástæðum sko:)
Játs þú ert tótallí boðin velkomin í bótoxferðina miklu! En aubba rós ég verð bara að furða mig á því að þú virðist undanskilja sjálfa þig frá vesengenginu!? Eitthvað finnst mér hér skjóta skökku við væna mín kær ;)
Hef þrisvar á æfinni fengið mígreni og var ráðlagt að hætta á pillunni. Það svínvirkaði fyrir mig en ég er svo sem kannski ekki eins og allir.
ella
Farðu til Lindu gras, hún hjálpar þér.
dr
Anton? hver er það?
gangi þér vel með mígrenið, ég er bara í powert lærdómi hér í svefnlausum lokadögum skólans. heyrumst á miðvikudaginn
Ella: Þetta virðist tengjast mikið hormónum svo að pillan til eða frá gæti alveg breytt þessu hjá fólki. Ég fór nú að fá mígreni löngu löngu áður en ég byrjaði á pillunni svo ég held þetta sé ekki það.
Ása: þú segir þetta eins og ég geti ekki þekkt neinn sem þú þekkir ekki:) Anton er í íslenskunni, og hefur til dæmis verið ráðstefnufélagi til London og Edinborgar. Þú getur skoðað bloggið hans hérna til hliðar.
Hehe, sé það reyndar núna að mér er orðið tíðrætt um Anton hérna á bloggi.
Ása? Hver er það?
Ég mæli með magnesíumneyzlu. Það hlýtur að vera mjög gott við mígreni fyrst að málfræðingar hafa reiknað það út. (Hlíf veit hvað ég er að tala um). Annars hef ég stóráhyggjur af því að hafa msg í vánda dálkinum. Ég hef einmitt verið á msg-kúr alveg frá því að kreppan byrjaði, reynt að bæta msg á sem flest, t.d. samlokur og fiskrétti, og það er hreinlega allra meina bót (og ekki sakar bragðið!). Kannski lagast mígrenið ef þú tekur bara inn magnesíum og msg daglega.
Anton: heldurðu kannski að þú þekkir alla sem ég þekki ha? Ása er sko ein elsta og besta vinkona mín sko, o m g skiluru.
Þú ert rugludallur.
Ég mæli með því að þú hugsir málin aðeins áður en þú lætur barna þig til að losna við mígreni, ég veit dæmi þess að það getur versnað enda er þetta, held ég, oft mjög hormónatengt. Skil þig samt vel að vera pirruð á mígreni, það er ÓGEÐSLEGT! Þú átt alla mína vorkunn.
Já, þetta yrði seint aðalástæðan fyrir því að ég myndi láta barna mig hehe. Hef einmitt heyrt um fólk sem þetta versnar hjá, en vona að ég sé í hinum flokknum, því ég eignast vonandi einhvern tíman barn og það væri fínt að losna við mígrenið í kaupbæti.
Hvernig hefur þetta verið hjá þér eftir að þú varst þunguð? (var að reyna að koma með eitthvað frumlegt orð yfir óléttu.. mér fannst samt "vanfær" yfir strikið)
Ég hef ekki fengið migreni, held ég. Fékk höfuðverki á tímabili en ekkert alvarlegt. Held að mígrenið sé miklu vægara núna þegar ég fæ það svo að það er bara eins og venjulegur höfuðverkur svo að ef til vill hef ég eitthvað fengið...sjö níu þrettán.
Kv.
Alma vanfæra.
samúð samúð... las í fréttablaðinu að í kringlunni hefði opnað staður sem væri laus við öll aukaefni...eigandinn ku hafa verið ofvirkur sem krakki og læknaðist eeeeen það er víst ekki það sama og mígreni eeeeeeeeen það má prufa. Finnst að mígrenissamband Íslands ætti bjóða skjólstæðingum sínum upp á fríar máltíðir þar daglega og hananú!
p.s. hvað með náttúrulega verkjalyfið fullnægingu? shit ég trúi því ekki að ég hafi skrifað þetta...
Já, ég er alveg sammála... fríar máltíðir takk. Hvað veit maður, kannski eru aukaefnin sökudólgurinn.
p.s. er hún ekki allra meina bót?
Skrifa ummæli