864.færsla. Jólin
Oj. Ég lá andvaka í alla nótt út af magaverki. Djöfs. Hlýtur að vera eitthvað að þessum bölv maga mínum. Fór til sérfræðings í sumar en hann virtist ekki taka þessu neitt alvarlega. Lá og bylti mér milli þess sem ég fór fram á bað til að athuga hvort ég þyrfti nokkuð að æla þangað til kl. 8 í morgun þegar ég gafst upp og vakti kærastann til að láta hann vorkenna mér. Það þrælvirkaði. Um leið og hann fór að vorkenna mér steinsofnaði ég og vaknaði verkjalaus tveimur tímum seinna þegar ég þurfti að vakna. Er ekki hress í dag þó að ég hafi getað sofnað aftur.
En jahá. Nú er víst farið að síga í seinni hlutann á jólunum. Svei mér góð jól segi ég nú bara. Um þessi jól hef ég:
- farið í mat til flestra systkina minna
- farið í mat til Kef
- fengið foreldra í mat og ömmu og siggabró´
- fengið frænkur í heimsókn
- spilað heima hjá Önnu sys
- farið í 3 partý
- farið í eina skírn
- farið í eitt stórfjölskyldujólaboð (annað á morgun)
- farið í fuglabjargsjólaboð
- lesið tvær bækur (gæti nú verið meira)
- knúsað fullt af litlum börnum
- farið á kaffihús
- snúið sólarhringnum of mikið við
Og slappað hellings af. Mjög góð jól.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli