870. færsla. ekki fordæma:)
Ég ætla að skrifa pirringsfærslu. Þið þurfið ekki að lesa þetta frekar en að þið viljið. Auk þess er ég með mígreni og ætla því að skrifa stutt [innsk. tókst ekki]. Djöfulsins helvítins andskotans helvíti mígreni.
Núna ætla ég að leyfa mér að vera pirruð út í feisbúkk grúppu sem heitir "fordæmum mótmælendur sem beita ofbeldi og óhefðbundnum aðgerðum".
Í fyrsta lagi verð ég svo sorgmædd þegar fólk sér sig knúið til þess að fordæma mótmælendur eins og staðan er í dag. Hvernig er hægt annað en að mótmæla ástandinu og því að fólkið sem leyfði þessu að gerast sitji áfram við stjórnvölin? Það er algjörleg óásættanlegt. Þeir sem eru í þessari grúppu eru sjálfsagt ekki að fordæma alla mótmælendur, heldur bara þá sem beita ofbeldi og óhefðbundum aðgerðum, en með því að gera það finnst mér það vera að fordæma alla mótmælendur. Við erum öll þátttakendur í þessum mótmælum og það er erfitt að aðskilja þessa þrjá (eða eitthvað) sem hafa kastað steinum (eða eitthvað) og öll hin þúsundin sem eru friðsamleg.
Í öðru lagi þá átta ég mig ekki alveg á því hverjir hafa verið að beita ofbeldi. Öll þau mótmæli sem hef mætt á hafa verið afskaplega friðsamleg. Ég veit samt að það hefur soðið upp úr, en mér finnst það ekki skrítið. Einhverjar erjur milli áköfustu mótmælendanna og lögreglu finnst mér ekki beint vera hægt að flokka sem að mótmælendur séu að beita ofbeldi! Og hvers konar mótmæli eru það ef fólk stendur ekki fast á sínu!ARg. Hópurinn fordæmir líka það að það sé verið að skemma hluti. Þetta blessaða kryddsíldardæmi virðist snúast um eina snúru, og í gær var víst EIN RÚÐA brotin. Ég tel matarskvettur EKKI MEÐ SEM SKEMMDARVERK, kommon, það er mjög auðvelt að þrífa það. Ekki misskilja mig, ég er alls ekki hlynnt því að fólk sé að kasta grjóti og ég vil hafa mótmælin friðsamleg. Hins vegar skil ég mjög vel að fólk geri eitthvað svona. Mér finnst ekkert af þessu alvarlegt, og mjög langt því frá að vera svo alvarlegt að ég trúi því að fólk vilji hópa sig saman til að fordæma þetta.
Í gær, á meðan ég var niðri á Austurvelli, sem var nú svosem ekki lengi, þá gerðu mótmælendur þetta: höfðu bál. Trommuðu á trommur og hvað sem býr til hljóð og sungu. Vá: ógnandi. Það eina sem var skemmt var það eina sem bókstaflega enginn tapaði á því að væri skemmt, þ.e.a.s. Oslóartréð. Ég sé ekki hvað var svakalegt við bálið á meðan það fór ekki úr böndunum.
Í þriðja lagi: af hverju að fordæma fólk sem beitir óhefðbundum aðferðum við mótmæli? Skil það ekki alveg.
Í fjórða lagi er ég alveg ótrúlega hissa á því hvað mótmælendur hafa verið rólegir. Í stórum hópi þar sem fólk er reitt þarf ekki mikið til þess að hópurinn tryllist. Það hefur ekki gerst, þrátt fyrir að það hafi gefist tilefni til þess. Til dæmis þegar lögreglan beitir kylfum svo fólk er með blæðandi sár. Þegar piparúða er sprautað beint framan í friðsama mótmælendur og ljósmyndara. Þegar börn eru handtekin og foreldrarnir fá ekkert að vita um þau. Æ, þegar löggan þrengir að mótmælendum, skref fyrir skref, þrátt fyrir að engin ástæða hafi virst vera til þess. Það er mjög ögrandi.
Ég veit ekki hvort ég næ að koma því á framfæri sem ég er að hugsa. Ég vil heldur ekki ofbeldi eða eignatjón, en það hefur bara verið svo lítið að það er ekki tilefni til þess að fordæma mótmælendur. Og með því að gera það skipar fólk sér í "hitt liðið".
[Uppfærsla: Kannski hljóp ég aðeins á mig með þessari færslu. Fólk má vera á móti ofbeli. Mér finnst bara mótmælendur ekki beint hafa verið ofbeldisfullir. Og mér finnst við virkilega EIGA að mótmæla.]
3 ummæli:
Það sem fer í taugarnar á mér að fólk sem stofnar og skráir sig í svona grúppu sé fyrst og fremst að hafa áhyggjur af þessu: eggjum á húsaveggjum og einstaka rúðu en ekki þeim mun stærri vandamálum sem blasa við öllum.
Skil svo ekki hver ákveður og hvers vegna að rýma Hallargarðinn í gær. Hvar var sú brýna nauðsyn að það þyrfti að hrinda fólki og spreyja í fésið á því til að koma því þaðan út? Sé ekki hvað var unnið með því annað en að sýna mótmælendum að löggan sé ekki hrædd við að keyra í þá.
Sammála.
Ji hvað ég er sammála þér. Ég hef mikið spáð í þetta héðan frá Chile þar sem mun alvarlegri mótmæli eru daglegt brauð. Egg er ekki neitt. Nú er þetta fyrst farið að vera eitthvað, brenna Oslóartréð og svona. Og við þurfum ekki öll að mótmæla eins, þetta er heil þjóð sem er í sárum, við höfum öll rétt til að mótmæla á okkar hátt án þess að fólk hafi áhyggjur af þrifkostnaði vegna eggjaklísturs á Alþingishúsinu og vaktaplani lögreglumanna.
Bestu kveðjur annars :)
Skrifa ummæli