fimmtudagur, janúar 22, 2009

871. færsla.tímamót

Ég held það sé engum blöðum um það að fletta. Ég verð að taka jólaskrautið niður. Það er ágætis regla að jólaskrautið verði að vera farið fyrir afmælið mitt. Sem er á morgun sko. Þá er það líka búið að hanga uppi í nokkurnvegin nákvæmlega mánuð, þar sem ég á afmæli mánuði eftir Þorláksmessu, og ég skreyti helst ekki mikið fyrr en þá. Ég sé ekkert að því að ég hafi skrautið uppi í mánuð eins og allir þeir sem skreyta 1.des.

Sjett, það er svo mikið stórafmæli á morgun hjá mér, þar sem aðalafmælisdagurinn (23. jan) og aukaafmælisdagurinn (bóndadagurinn) lenda á sama degi og svo er þetta í þokkabót föstudagur (sem er reyndar engin tilviljun því að bóndadagurinn er nottla alltaf á föstudegi) þannig að ég fæ eiginlega heila afmælishelgi. Vúhú.

Sjitt hvað ég er mikið afmælisbarn. Sorrý. Mér bara finnst ennþá rosa gaman að eiga afmæli:)

Nú er sko afmælissísonið hafið. KT elsta barnið "mitt" (sonur Adda bró) er hvorki meira né minna en 17 ára í dag! Á morgun á ég, eins og þið gætuð hafa tekið eftir, afmæli. Svo á GÞ (yngsta barnið "mitt", sonur Önnu sys) afmæli á sunnudaginn (fæddist líka á bóndadaginn, svo við eigum sama aukaafmælisdag) (sama dag og Salka frænka á afmæli), svo 3. feb á GMÖ (dóttir Adda bró) afmæli, svo eiga náttla Ausa og Silja afmæli 7. feb og svo á MA (dóttir Önnu sys) afmæli 9. feb. Crazy I tell you.

já. En í sambandi við síðustu færslu. Sem enginn hefur þorað að mótmæla. Ég er algjörlega á móti samt sko ofbeldisfullum mótmælendum. Mér finnst náttúrulega fáránlegt að kasta grjóti í greyið löggumennina. Eða hrækja framan í þá eða þúst, skvetta málningu á þá. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína. Hins vegar er ég ekki sammála öllu því sem löggan hefur gert heldur sko. Engan veginn.

Mér fannst líka óþarfi að brenna bekkina. En Oslóartréð, það mátti fara, enda löngu búið að þjóna sínum tilgangi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar og lítur út fyrir að þetta hafi verið einhverjir dópistar og ógæfumenn sem voru að nota tækifærið til að vera með læti eftir að flestir heiðarlegir mótmælendur voru farnir.

En frábært að þetta sé loks að bera árangur! Bless bless Geiri og Bogga :)

Fríða sagði...

Hoho, svona er að vaka frameftir. Nú er komið afmæli. 23. janúar :) Til hamingju með afmælið litla frænka :)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með öll afmælin elsku frænka.