880.færsla. þorrastelpa
Jú, ég hef það að segja að mér finnst ég ekki hafa fengið nóg af þorramat þennan þorrann. Þorramatur hefur einhvern undarlegan sjarma. Fékk þorrablót í tilefni afmælisins míns, sem er hálfgerð hefð, og allt í lagi með það en síðan ekki söguna meir. Missti af þorrablóti Mímis út af mígreni (hefði nú líklega lítið borðað þar), missti af þorrablóti heima hjá tengdafj. því að ég var að fara í afmæli, og svo bý ég ekki lengur heima hjá mömmu og pabba og er því ekki að borða afganga þar. Samt finnst mér þetta ekki það gott að ég gangi svo langt að kaupa mér þorramat...
Og í annan stað vil ég segja ykkur það að ég var rosa dugleg og fór í ræktina snemma dags(upp úr hádegi) og svo upp í skóla að læra. En ég hef EKKERT af viti gert. Nema að taka kaffi með Ásu, það er alltaf viturlegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli