883.færsla.
Svei mér, ég blogga bara aldrei. Mér finnst ég bara aldrei hafa neitt að segja þessa dagana.
Er að stíga upp úr veikindum. Var með þriggja daga magapest. Var orðin ansi þreytt á þessu í gærkvöldi en virðist vera orðin alveg góð í dag. Sjúff, vona að það komi ekki bakslag.
Ég var að lesa grein á ensku og er að reyna að skrifa punkta upp úr henni. Kræst hvað það er stundum erfitt að orða hlutina þó að mér finnist ég skilja hvað er verið að segja. Er farin að halda að ég sé bara of léleg í ensku til að vera í þessu námi. Haha, of léleg í ensku til að vera í íslensku. Þetta fannst mér voða fyndið fyrst þegar ég byrjaði í íslenskunni en ekki lengur. Sem betur fer eru fræðin ekki það einangruð að maður geti bara verið að grúska í einhverju hér á þessu blessaða skeri án þess að pæla nokkuð í því hvað er að gerast úti í heimi. Ég held að það sem mér finnst langlanglangskemmtilegast við málfræðina er allt það tengir íslensku við önnur tungumál. Óhemju skemmtilegt að pæla í því hvað tungumál geta verið mismunandi og eiginlega ennþá skemmtilegra að pæla í því hvað þau eiga sameiginlegt. Af hverju fór ég að tala um þetta? Æ, jú, af því að mér finnst fræðigreinar á ensku stundum svo djöfulli tyrfnar. Mér finnst þær líka oft hrillilega illa skrifaðar. Langar og ruglingslegar setningar og stundum mikill orðaflaumur sem hefur litla merkingu. Blablabla. Og ég ætla ekkert að fara út í hvað mér finnst um skammstafanaáráttuna í málfræði í ensku.
Ji. Klukkan er orðin hálf fimm.
7 ummæli:
hjúkket að þú ert búin að jafna þig! Hlakka til á mooooorgun :) já ji, klukkan er að verða 5 og ég er rétt farin að þykjast að læra :S best að halda því áfram...
-Gyða
já maður!
Hlakka ýkt til!
Heyrðu fræðimaður. Af hverju heitir hlaupabóla hlaupabóla? Ekki er það neitt líkt danskri bollabólu né enskri kjúklingabólusótt?
Nú af því að bólan hleypur um allt á manni. Eða maður fær hana bara á hlaupum.
Verð að fara að kaupa mér orðsifjabók fyrst hún er aftur orðin fáanleg.
Hæ ég ætla nú bara að koma með komment þó að svona langt sé liðið, ég er sammála með tyrfið = á ensku. T.d. voru þýsku greinarnar alltaf miklu skiljanlegri. Kannski er það eitthvað við þennan knappa stíl að manni finnst aldrei nógu mikið sagt ;) - og svo: líklega heitir Hlaupabóla hlaupabóla af því að hún er fljót að fara - ég var einmitt að ræða þetta við þýskan mann sem sagði að á þýs. væri hlaupabóla "Windpochen" og svo væri til önnur "bóla" sem væri miklu alvarlegri (ætli það sé Stórabóla?)
Kv. Theó
Bara gaman að fá komment á gamlar færslur, Theó, sérstaklega þar sem ég fæ tilkynningu á meilið svo að það fer ekkert framhjá mér.
Ég er nú svosem ekki viss um að ég sé sammála með þýskuna, en það er kannski af því að ég er varla mellufær í þýsku:)
Gæti verið rétt með hlaupabóluna. Ég gæti þó prófað að fletta upp í Orðsifjabókinni, þar sem ég á hana núna (og flutti hana með mér út!)
Nei, þetta var nú bara grín, stórabóla er örugglega eitthvað allt annað og miklu alvarlegra!
Skrifa ummæli