mánudagur, mars 02, 2009

885.fleyta kerlingar

Mér er illt í rassinum. Svipar til harðsperra en það er ekki svo gott. Nei. Eymslin eru eftir það að ég missti fótanna í stiga og hlunkaðist á rassinum niður margar tröppur. Hélt ég myndi aldrei stoppa. Er í raun og veru fegin að ég skildi ná að beita fyrir mig mýksta líkamshlutanum því að ég hélt fyrst um sinn að ég myndi fara þetta á andlitinu. Furðulegt nokk þá virðist rófubeinið hafa sloppið. Hm. Ég er að spá. Kannski eru þetta eftir allt harðsperrur. Kannski spennti ég þjóhnappana svona svakalega í fallinu til að verja rófubeinið meiðslum. Kæmi mér ekki á óvart, líkaminn hlýtur að vera farinn að læra hvernig rétt sé að bregðast við þegar ég dett niður stiga. Enda hef ég gert það oftar en góðu hófu gegnir. Og meðal annars slasað á mér rófubeinið. Eins og allir muna. Enda er ég alltaf að tala um það.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

KVITT:)

Fríða sagði...

Já, hvað segirðu, slasaðirðu á þér rófubeinið einhverntíma? :P :)

Nafnlaus sagði...

Það er vissulega misjafnt hvaða vöðva fólk leggur áherslu á.

Regnhlif sagði...

já. Það var vont. Hrundi niður stiga á skemmtistað kvöldið sem ég hélt upp á afmælið mitt. Komst ekki í vinnu eftir helgina. Langt síðan. En gleymist aldrei.

Nafnlaus sagði...

Ég man eftir rófubeinsslysasögunni miklu. Varstu ekki langþjáð á Spáni forðum daga? Ég er annars með eymsli líka í þjóhnöppum.. hinsvegar er ég alveg handviss um að það sé eftir klifur í massastigum Pristinaborgar. Ég er mjög stolt af harðsperrunum.

Regnhlif sagði...

Jú, veistu Gebba, ég held að ég hafi ennþá verið þjáð á Spáni. Þá voru samt liðnar nokkrar vikur.

Oh, það er miklu skemmtilegra að vera illt í rassinum ef það eru harðsperrur. Þá er maður bara 'vó hvað ég er dugleg'.

Fríða sagði...

En kannski varstu dugleg að spenna vöðvana þarna á leiðinni niður stigann.

Regnhlif sagði...

já, það er það sem ég er farin að halda. Þetta er ekkert eins og meiðsli, bara nákvæmlega eins og slæmar harðsperrur