887.færsla.laugardagsmorgunn
Ég tek því alltaf sem móðgun þegar enginn kommentar á bloggið mitt. Jæja, ætli það verði ekki svo að vera.
Það er árshátíð Mímis í kvöld. Ég á engin föt og engan pening svo að ég brá á það ráð að leita á náðir vina og ættingja og einhvern veginn endaði það svo að ég er núna með þrjá lánskjóla, sem allir eru boðlegir og rúmlega það, og er núna hræddust um að móðga menn með því að fara ekki í kjólnum þeirra. Ég hlakka til í kvöld. Veit samt ekkert hvað ég ætla að gera við hárið á mér. Ætli það endi ekki bara alveg eins og það var í fyrra:) Jæja, efast um að margir hafi laggt hárið á mér nákvæmlega á minnið.
En jæja, nú er best að skella sér í ræktina svo að maður verði ýkt mjór í kvöld.
3 ummæli:
Þetta er ekkert mál með kjólana, þú tekur þá bara alla með og skreppur inn á klósett tvisvar og skiptir :)
Þetta gera stelpurnar í framhaldsskólanum á Húsavik víst sumar; skipta fyrir ballið af því að þeim finnst ómögulegt að dansa í flottu kjólunum! Skil ekki það. Hárið? Ónei góða. Menn tóku af þér myndir í fyrra og munu bera saman.
Frænkur: það liggur við að kommentin ykkar hafi orðið einhvers konar áhrínisorð. Ég þurfti að skipta (reyndar bara einu sinni), Fríða, og, Ella, mér gekk mun betur að dansa í seinni kjólnum en mér hefði gengið í fyrri kjólnum.
Skrifa ummæli