890.færsla.geðvond
Er búin að vera einstaklega geðvond í dag og í gærkvöldi. Allt er hundfúlt og ömurlegt. Samt ekki sko. Er að byrja í kór. En það hefur mig langað til að gera alveg síðan ég hætti í síðasta kór fyrir mörgum árum. Hin frábæra Cla sem ég hef ekki séð frá því í Mad forðum daga er á landinu. Og svo hittist nördagrúppan í spil í kvöld. Svei mér gott allt saman. Þannig að kannski, bara kannski, stafar geðstirðleikinn bara af þessu kvefsleni sem hrjáir mig í augnablikinu. Ekkert alvarlegt, bara stíflur og þrýstingur. Já, sveimérþá, mikið er nú stundum gott að tjá sig of nákvæmlega og opinskátt á blogginu. Amen.
3 ummæli:
Byrjuð að dusta rykið af spænskunni? ;)
nja, ég held að orðaforðinn minn sé búinn að skreppa saman í : bueno, no se, vale, sí, uuuu, que?
að ógleymdu joder
Skrifa ummæli