892.færsla.
Best að blogga. Er í letikasti. Annars hafa síðustu dagar verið frekar viðburðaríkir.
Á miðvikudaginn hittist vinnunördahópurinn í fimbulfamb (ég vann). Á fimmtudaginn hittist Madrídar fereykið. Á föstudaginn fór ég á Hugvísindaþing, út að borða á Vegó og í drykk á Kaffibarinn. Á laugardaginn fór ég á Hugvísindaþing, á Gullfoss og Geysi og í Sushi um kvöldið og svo á djammið. Á sunnudaginn fór ég til Keflavíkur í skírn. Á mánudaginn kenndi ég einn tíma (þó ég sé annars ekki að kenna) og um kvöldið var bókaklúbbur. Á þriðjudaginn (í gær) fór ég á kóræfingu og síðan út að borða á Santa María. Í dag er ég að fara að passa fram á kvöld. Á föstudaginn fer ég í kóræfingabúðir. Á laugardaginn fer ég (held ég) í matarboð á Suðurnesjunum (sem gæti þýtt það að við gistum þar) og... það er kannski ekki skrítið að ég sé löt og þreytt í augnablikinu. Mikið að gera og mikið að gerast.
En skemmtilegt - hefur þetta allt saman verið.
Vá hvað ég er löt. Ég nenni ekki einu sinni að blogga. Myndi fá mér kaffi, en ég nenni eiginlega ekki að sækja það.
2 ummæli:
Ég skil. Þetta er svona hjá mér líka þessa dagana.
Slepptirðu ekki miðvikudeginum?
Skrifa ummæli