893.færsla.svefntalari
Hvað getur maður gert til þess að hætta að tala upp úr svefni? Rooosa óþægilegur kvilli? ávani? Veit ekki hvað maður á að kalla þetta. Þegar ég var yngri hafði ég nokkrar áhyggjur af þessu, sérstaklega á ferðalögum með skólanum eða kórnum eða álíka, þar sem ég óttaðist að ég gæti ljóstrað upp leyndarmálum án þess einu sinni að vita af því í svefni fyrir framan skólafélagana. Þurfti samt ekki að hafa svona miklar áhyggjur því að mér tókst að halda leyndarmálunum fyrir sjálfa mig, bæði í svefni og vöku (nema náttúrulega að ég VILDI segja frá), og talaði ekki upp úr svefni í svona ferðalögum, en varð hins vegar nokkrum sinnum vitni að skemmtisögum sofandi skólafélaganna. Þangað til núna. Fór aftur í kórferðalag, sem minnti mig svakalega á það þegar ég var í grunnskólakórnum. Herbergisfélagar mínir, Sólveig og Steinunn voru eitthvað að kjafta en ég rotaðist fljótlega eftir að ég lagðist upp í rúm. Allt í einu reisi ég mig við og spyr stelpurnar hvert þær hafi farið. Þær komu af fjöllum enda höfðu þær ekki farið neitt:) Smám saman vaknaði ég í þessum umræðum (mjög undarlegt) og áttaði mig á því að mig hlyti að hafa verið að dreyma. En ég er aaaalltaf að gera þetta. Nefndi þetta við Einar og hann sagði mér frá síðasta svefnspjallinu mínu:
Hann kemur upp í rúm eftir að ég er sofnuð. Ég klappa honum á magann og spyr: "Ertu með barn í maganum?" AHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAAHAHA. Guð mér finnst þetta svo ógeðslega fyndið að ég kemst ekki yfir það. Langdregna sagan um uppúrsvefnstalið mitt í kórbúðunum var bara svona inngangur svo að ég gæti komið þessari sögu að:)
Ætti kannski að taka það fram að Einar er ekki með stóra bumbu.
7 ummæli:
:D
Rakel spyr mig reglulega að því sama og þú Einar. Ekki í svefni þó. Og ég er með fitubumbu.
Það besta sem Hrund hefur röflað upp úr svefni er þegar hún heimtaði Spidermanbollann sinn (sem ekki er til) undir kaffið.
Erfitt að gera sofandi liði til hæfis.
dr
ó já, ég grenjaði úr hlátri þegar þú sagðir spidermanbollasöguna. Eða kannski las ég hana á blogginu þínu.
Það er samt svo óþægilegt að hafa enga stjórn á þessu!!
híhí... fyndnu þið! Bróðir minn gerir þetta! og hann gengur oft skrefinu lengra, eða nokkrum skrefum of langt og svefngengur út úr húsi! Svakalegur alveg!
-Gyða
hahahahahhahahahhahahaha ógeðslega fyndið! Ég tala annars stundum sjálf upp úr svefni og Jónas reyndar líka. Einu sinni talaði hann meira að segja ensku með bandarískasta hreim sem ég hef nokkru sinni heyrt hann tala.
úbbs, þetta hér að ofan átti að vera frá mér, Ölmu. Ekki Jónasi. Er í hans tölvu.
Hahaha, fyndið!
Skrifa ummæli