894.færsla.
Ég les alltaf síðustu færslufyrirsögn sem "svefnhatari". Sem er algjört rangnefni. Ég er svefnelskari. Sem minnir mig á það að það er best að ég fari að sofa núna. Verðskuldað, hehe, er búin að vera dugleg í dag. Gerði meira að segja skattaskýrsluna. Alveg bara tveimur klukkutímum fyrir deadline. yfir. út.
Svo á maður ekki að nota "sem" svona. Mér finnst það bara töff. Töff töff töff.
oooog góða nótt.
8 ummæli:
Töff
dr
af hverju á maður ekki að nota "sem" svona? ég geri það ol ðe tæm.
Nú gæti ég aðeins verið að rugla, en mig minnir að "sem" eigi ekki að geta vísað í heila setningu, heldur bara nafnorð.
Þá er þetta "rétt" notkun:
Þetta er húsið sem ég ólst upp í.
Sem= húsið (Þetta er hús, ég ólst upp í húsinu)
En þetta "röng" notkun:
Ég fór í bæinn í gær. Sem var leiðinlegt.
Sem=ég fór í bæinn í gær (Það var leiðinlegt þegar ég fór í bæinn í gær).
Ef þetta er rétt hjá mér ætti fyrra sem-ið mitt í færslunni að vera í lagi. Sem= svefnhatari.
En ekki það seinna. Sem=ég er svefnelskari.
En ég er ekki alveg viss á þessu
Sem gerir að maður veit ekkert í sinn haus.
Held að það sé ekki sama hvort orðið er notað í staðinn fyrir "samasem" eða þarna í hinni merkingunni.
Samanber selstsemgull = þykjastgull
Þú ert svo mikill snillingur. Alveg bjargar deginum mínum að lesa nokkrar færslur hjá þér :-)
Brynja frænk
takk Brynja:)
Skrifa ummæli