mánudagur, mars 30, 2009

895.færsla. Sakis

vúhú. Við getum öll byrjað að hlakka til. Sakis Rouvas keppir fyrir hönd Grikklands í júróvisjón!!

Lagið er svona, tjahh, týpískt júrópopp (fíla hvernig "baby" er skotið inn hér og þar í textanum). En við getum alltaf vonað að hann rífi sig úr fötunum(eins og síðast). Annars er aldrei leiðinlegt að horfa á hann.

Hér er lagið á youtube


Og svo er hérna klassíkin Shake it, sem Sakis flutti 2004


LOVE IT hahahaha. Hræðilegt hvað þetta er samt illa flutt. En það er A-L-G-J-Ö-R-T aukaatriði.

11 ummæli:

ella sagði...

Jú, þetta eru reglulega taktfastir rykkir og það er jú það sem gildir. Viðurkenni að ég nennti ekki að horfa nema á helminginn af fyrra bandinu.

María Margrét sagði...

Snilld! Ég elska Sakis...það eru fáir sem eru jafntaktvísir og hann ;)

Regnhlif sagði...

:)

SigrunSt sagði...

fullkominn óþarfi sönghæfileikarnir...

Eyrún Eva sagði...

Sjitt hvað ég elskaði lagið frá 2004! Með þeim lögum sem sitja mjög fast í minninu :)

Regnhlif sagði...

Já, ég líka Eyrún:) Samt aðallega út af performansinum. Skömmu seinna bjó ég á Spáni og þar sem ég bjó var til dvd-diskur með keppninni 2004... þannig að stundum þegar ég var að taka mig til fyrir djammið hlustaði ég einu sinni eða tvisvar á Shake it:)

Alma sagði...

Ég heyrði einmitt af þessu í útvarpinu og ætlaði að senda þér sms um leið og ég myndi stoppa bílinn (var að keyra)en auðvitað gleymdi ég því. Sakas er snillingur! Ótrúlega flottur tónlistarmaður :D

Nafnlaus sagði...

Vó. Þetta var alveg með eindæmum leiðinlegt. Tókum puttaferðalanga í bílinn um daginn og fræddum þau um júróvisjón hérna á Íslandi. Þeim fannst það ýkt fyndið. Sérstaklega þegar við sögðum þeim frá því þegar keppnin var í fyrra og við vinkournar gátum bara ekki hlustað á meiri viðbjóð og fórum út að kaupa ís. Sem var ekki hægt því að ísbúðin var lokuð sökum keppninnar.

Það sem mér finnst skemmtilegast við þessa keppni er hvað þér, Hlíf, finnst hún skemmtileg. Gleymi því aldrei þegar ég áttaði mig á því að þú varst ekki að grínast með hrifninguna á henni.

dr

Regnhlif sagði...

Hvað er leiðinlegt? Lögin? Það er nú bara rugl:)

Maður verður að njóta lélegheitanna þegar maður horfir á júró. Maður hlustar ekki á þessi lög eins og lög sem maður hlustar á venjulega. Maður setur sig í ákveðnar stellingar. Þetta er kannski eins og Kitsch-stefnan (? kannski ekki stefna, veit ekki), svona: svo halló að það verður flott. Inni á milli eru svo lög sem eru bara virkilega góð og vel flutt.

Uppáhalds júrólögin mín eru samt svona í ætt við Shake it hér í færslunni. Lélegt lag, lélegur söngur, óóógjó hallærislegt atriði. En samt sem áður mjög skemmtilegt (að mínu mati).

Flest lögin í júró eru samt algjört crap, ná ekki að verða hallærislega flott eins og Shake it, né eru góð lög. En þá getur maður notið þess að pæla í búningunum og performansinum (og þá yfirleitt til að gera grín að þessum hlutum) og hlustað á komment þulunnar.

Ég ELSKA eurovision!!!

SigrunSt sagði...

Long time no blog...

ella sagði...

Veistu frænka mín, nú ertu búin að segja mér svolítið oft að umræddur maður verði í evróvisijóninu og ég gæti alveg sætt mig við að sjá eitthvað nýtt þegar ég lít hérna við.