fimmtudagur, apríl 16, 2009

897.færsla.

Guð ég er svo pirruð á einhverri bölv. vætu í vinstra auga. Rosa pirr. Held þetta sé hluti af einhverju kvefi sem virðist ætla að ráðast á mig. Nema þetta sé eitt af þessum eins dags kvefum mínum sem ég hef fengið í vetur. Það er ýmist í hæl eða hnakka sko. Núna fæ ég bara eins dags kvef, en síðustu ár fékk ég bara mánaðarkvef með lungnabólgu, millirifjagigt, raddleysi, andnauð og god knows what. OK, ýkjur.
Veit ekki hvort það væri skárra ef það læki núna úr báðum augunum. Þetta er eitthvað svo undarlegt ójafnvægi að hafa þetta bara svona vinstra megin. Samt, kannski gott að hafa eitt heilbrigt auga. Annars myndi ég kannski ekki vita hvort ég væri að gráta eða ekki. Það væri ekki gott sko.

Hmm. Ætlaði ég ekki að segja eitthvað fleira hér? Kannski um eitthvað sem pirrar mig? Man það að rétt áðan var eitthvað sem pirraði mig rosa á feisbúkk.

Kannski ætlaði ég að tala um kórinn. Mér hefur orðið fjandi tíðrætt um þennan kór sem ég er nýbyrjuð í. En anywho, það eru víst tónleikar eftir viku. Og ég kann alls ekkert lögin. Bara í fyrradag fékk ég nokkur lög sem ég hafði aldrei séð áður, sem kórinn kann, og á að syngja á tónleikunum. Þannig að ég verð eiginlega að vera á fullu að æfa mig. En ég á auðvitað ekki píanó, og get þaðan af síður sungið beint eftir nótum, þannig að ég verð að spila röddina á þverflautuna og syngja síðan á eftir. Það er pínu fyndið eitthvað. Nágrannarnir halda örugglega að ég hafi lélegasta tónlistarsmekk í heimi, alltaf að spila einhver ógeðslega leiðinleg lög, því að það verður seint sagt að annar alt sé sérlega melódískur. Það slæma við þessa aðferð er að ég get ekki sungið á sama tíma og ég spila... en það góða er að ég hef spilað meira á þverflautuna þessar nokkru vikur síðan ég byrjaði í kórnum heldur en síðustu, guð minn góður, ELLEFU árin frá því að ég hætti í flaututímum. Virkilega? ELLEFU ár! síðan ég var sautján?...? Really? Kræst. Þetta kom mér á óvart. úff.

8 ummæli:

SigrunSt sagði...

hvaða rödd syngurðu? og hvaða lög voru þetta? sem gamall sóprann og kórari býð ég fram aðstoð mína...hehehe

Fríða sagði...

Það er gott að eiga þverflautu :) Mín er svolítið brotin og maðurinn sem gerði það er núna frægur :) Hann var nú bara tveggja ára þegar það gerðist. Þannig að flautan mín er fræg held ég

Regnhlif sagði...

Sigrún: syng annan alt. Ég veit eiginlega ekki alveg hvaða lög verða sungin á tónleikunum:) En lögin sem ég fékk á þriðjudaginn heita Þjóðlífsmyndin, Stúlkurnar ganga, Eitt sinn fór ég yfir Rín, oog. En ég held þetta reddist:)

Fríða: Hvaða frægi maður er þetta?
Mín er líka svolítið löskuð, en ég lagaði það reyndar með kennaratyggjói:) Það var enginn frægur maður sem braut mína, heldur tók hún bara upp á þessu sjálf. Held hún hafi verið að ásaka mig um vanrækslu.

OK, hún er ekki brotin, vantar bara púða undir takkann sem litliputti hægri handar er alltaf á.

Fríða sagði...

Hahaha, seturðu kennaratyggjó í staðinn fyrir púða? Ég ímynda mér að sá takki sé þá ekki mikið notaður. Frægi maðurinn var Bjartur, sonur Andreu Gylfa, ég passaði hann oft einn vetur, skemmtilegur krakki

SigrunSt sagði...

Allt tengist þetta nú umræddur Bjartur var einmitt með mér í Hamrahlíðakórnum um hríð...kannast ekki við neitt ofangreindra laga...en hef tröllatrú á þverflautunni og kennaratyggjóinu

Regnhlif sagði...

jújú, þetta er einmitt takki sem er í stöðugri notkun. Kennaratyggjó og klósettpappír... sleppur alveg, svona, allavega til að æfa kórlögin:)

Regnhlif sagði...

jújú, þetta er einmitt takki sem er í stöðugri notkun. Kennaratyggjó og klósettpappír... sleppur alveg, svona, allavega til að æfa kórlögin:)

Óttar sagði...

Ha, 11 ár síðan þú varst 17? Nei, það getur ekki verið. Þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 18.